Job afhendir Drottni sitt málefni.

1Þá svaraði Job og sagði:2sá verður enn mín umkvörtun; mín hönd gjörir mitt andvarp þungt.3Ó! að eg vissi að finna hann og gæti komið fram fyrir hans hásæti.4Eg skyldi reglulega framleggja í rétt fyrir hann mína sök, og fylla minn munn með afsökunum (ástæðum).5Eg gæti vitað með hvörjum orðum hann mundi svara mér; og reynt hvað hann vildi segja mér.6Ætla hann mundi þreyta mig með sínum mikla krafti? nei! hann mundi aðeins sýna mér athygli.7Þá mundi einn hreinskilinn ganga í rétt við hann; og eg mundi að eilífu fríkennast af mínum dómara.8En sjá! gangi eg áfram svo er hann ekki þar, eða til baka, verð eg ekki var við hann.9Þó hann gjöri eitthvað á vinstri hlið, sé eg hann ekki, feli hann sig hægramegin, finn eg hann ekki.10En hann þekkir þann veg sem eg geng; hann reynir mig, og eg prófast sem gullið.11Minn fótur fylgdi fastlega hans sporum; hans veg fór eg, og beygði ekki af leið.12Boðorð hans vara hefi eg ekki yfirgefið; betur geymdi eg talið hans munns, heldur en mín eigin áform.13En hann er við það sama (óumbreytanlegur), hvör getur komið honum af því? Hann gjörir það sem hans sál girnist.14Hann fullgjörir það sem mér er ætlað; og margt þessháttar hefir hann í huga.15Því skelfist eg fyrir hans augliti; eg virði það fyrir mér, og hræðist hann.16Því Guð hefir tekið kjarkinn úr mínu hjarta; og sá Almáttugi hefir skelkað mig.17Af því eg þagnaði (dó) ekki áður en myrkrið kom, og hann tók ekki dimmuna frá minni augsýn.