Ávarpar Gajus. Gleður sig yfir hans trú og kærleiks verkum. Kvartar yfir vonsku Díótrefis. Hrósar Demetriusar guðrækni. Boðar komu sína. Biður að heilsa og bera kveðjur.

1Öldungurinn (skrifar) þeim elskulega Gajusi, hvörn eg einlæglega elska.2Elskulegi! umfram allt bið eg að þér vegni vel í öllu tilliti, og að þér heilsist vel, eins og þinni sálu vel vegnar.3Því eg varð harla glaður, þegar bræðurnir komu og vitnuðu um þína elsku til sannleikans; og hvörsu þú breytir samkvæmt sannleikans lærdómi.4Eg hefi enga stærri gleði en þá, að heyra að mín börn breyta eftir sannleikanum.5Minn elskulegi! þú breytir eins og trúaður í því, sem þú vinnur fyrir bræðurnar, og það þér ókennda.6Þessir hafa vitnað, fyrir söfnuðinum um elskusemi þína. Þú munt (og) gjöra vel við þá og beina ferð þeirra verðuglega fyrir Guðs sakir;7því fyrir hans nafns sakir eru þeir af stað farnir a), og hafa við engu tekið hjá heiðingjum;8þar fyrir ber oss að taka þvílíka menn að oss, svo að vér aðstoðum sannleikann.
9Eg hefi skrifað söfnuðinum til, en Díótrefes, sem vill vera fremstur meðal þeirra, tekur oss ekki (vel);10þar fyrir, þegar eg kem, vil eg minna hann á þau verk, er hann vinnur, með því með vondum orðum, að ófrægja oss, og hann lætur sér ekki það nægja, að taka ekki sjálfur á móti bræðrunum, heldur bannar hann það öðrum, er það vilja gjöra, og rekur þá út úr söfnuðinum.11Minn elskulegi! breyttu ekki eftir því sem illt er, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir er af Guði, en hvör sá, sem illt gjörir, hefir ekki séð Guð.12Demetríus hefir góðann vitnisburð af öllum og af sannleikanum sjálfum; vér vitnum einnig hið sama að vor vitnisburður er sannur.
13Eg hefi margt að skrifa, en eg vil ekki skrifa þér með bleki og penna,14því eg vænti bráðum að sjá þig, og munum við þá talast við munnlega.15Friður sé með þér! Vinirnir biðja að heilsa þér. Heilsa þú vinunum með nafni.

V. 1. Róm. 16,23. V. 4. v. 3. Sálm. 36,3. V. 7. a. Þ. e. í kristindómsins erindum, sbr. Matt. 10,8. V. 10. sbr. 1 Tess. 2,16. V. 11. Sálm. 37,27. Esa. 1,16. 1 Pét. 3,11. Jóh. 8,47. 1 Jóh. 3,6. V. 12. Jóh. 19,35.