Þær tvær fíkjukörfur.

1Drottinn lét mig sjá tvær körfur fullar af fíkjum, settar fyrir framan Drottins musteri, eftir að Nebúkadnesar, kóngur í Babel, hafði hertekið og flutt burt frá Jerúsalem til Babel Jekonia Jójakimsson, Júdakonung, og Júda höfðingja, og trésmiðina og fangavaktarana.2Í annarri körfunni voru mjög góðar fíkjur, líkar þeim fíkjum sem fyrst ná fullum þroska; og í annarri körfunni voru mjög slæmar fíkjur, sem voru svo vondar, að þær voru ekki ætar.3Og Drottinn sagði til mín: hvað sér þú Jeremías? og eg svaraði: fíkjur; þær góðu fíkjur eru mikið góðar, og þær vondu fíkjur eru mikið vondar, svo menn geta ei etið þær, svo eru þær vondar.4Og orð Drottins kom til mín, og sagði:5svo segir Drottinn, Ísraels Guð: líkt þessum góðu fíkjum vil eg líta til þeirra, til góðs, sem herteknir voru í Jerúsalem, sem eg sendi burt frá þessum stað í Kaldeumannaland.6Og eg stefni mínum augum á þá til góðs, og flyt þá aftur í þetta land, og uppbyggi þá, án þess aftur að niðurrífa þá, og gróðurset þá, án þess aftur að uppræta þá.7Og eg gef þeim hjarta til að þekkja mig, að eg er Drottinn; og þeir skulu vera mitt fólk og eg vil vera þeirra Guð; því þeir munu snúa sér til mín af öllu hjarta.
8En líkt vondu fíkjunum, sem menn geta ei etið, vegna þess þær eru svo vondar, segir Drottinn, vil eg fara með Sedekía Júdakóng, og hans höfðingja, og leifarnar af Jerúsalem, þá sem eftir eru orðnir í þessu landi, og þá sem búa í Egyptalandi.9Og eg sel þá fram til misþyrmingar, til ógæfu öllum kóngsríkjum jarðarinnar, til skammar og til orðskviðs og til spotts, og til bölvunar, á öllum þeim stöðum, hvört eg hrek þá.10Og eg sendi meðal þeirra sverð og hungur og drepsótt, þangað til þeir eru afmáðir úr landinu, sem eg gaf þeim og þeirra feðrum.