Sama efni.

1En þá guðlausu yfirféll ómiskunnsöm reiði allt til enda; því hann sá líka fyrirfram þeirra ókomnu verk,2því hann sá þeir mundu iðrast og elta þá, eftir að þeir höfðu leyft þeim að fara, og gjört sér far að því, að koma þeim af stað.3Því meðan þeir enn nú þoldu illt, og við grafirnar hörmuðu sína dauðu, tóku þeir annað fíflskunnar áform, og ofsóttu sem strokumenn þá sem þeir höfðu útrekið og beðið að fara.4Því þeirra maklegu örlög drógu þá að þessum enda, og létu þá gleyma því sem komið var fram við þá, svo sú hegning, sem vantaði á plágurnar, kæmi algjörlega yfir þá.5Og svo að þitt fólk lyki við undarlega ferð, en þeir fyndu óvenjulegan dauða.6Því öll sköpunin varð í sínu eiginlegu eðli á ný umsköpuð, til þess, að þjóna að þínum sérdeilislegu boðum, svo þín börn ósködduð viðhéldust.7Menn sáu skýin skyggja á herbúðirnar, og þar sem áður hafði vatn staðið, sáu menn þurrlendi uppkoma, úr því rauða hafi, hindrunarlausan veg, og úr stormæstu flóði, grænt land.8Þar yfir fóru í einum hóp þeir, sem þín hönd hlífði og sáu mikið undur.9Því eins og hross gengu þeir í haga, og stukku sem lömb, í því þeir lofuðu þig, Drottinn, sem hafðir frelsað þá,10því þeir mundu það enn, sem skeð var, meðan þeir dvöldu (í Egyptalandi) hvörsu jörðin í stað þess, að geta af sér (önnur) dýr, framleiddi mý, og hvörsu áin, í stað (annarra) vatnsdýra kastaði á land fjölda af froskum.11Seinast sáu þeir og nýja tegund af fuglum, þá þeir af löngun tilknúðir báðu um ljúfmeti.12Því, þeim til ánægju, komu til þeirra vaktelur úr hafinu.13Líka kom straff yfir syndarana, þó ekki án teikna, sem voru voldugar eldingar; því réttilega liðu þeir fyrir sína eiginlegu vonsku; því þeir höfðu iðkað enn meira hatur við framandi menn (en Sódomítar).14Þeir hýstu ekki ókennda þó til þeirra kæmu, en þessir (Egypskir) þvinguðu þá framandi, sem höfðu auðsýnt þeim velgjörð, til þrældóms.15Og ekki aðeins það, heldur, hvörs þeir og munu gjalda: þegar hinir tóku óvinsamlega móti framandi mönnum,16þá tóku þessir við þeim með veislum, svo sem hefðu þeir sama rétt og þeir, og pláguðu þá síðan með óttalegu erfiði.17Þeir voru og slegnir með blindni eins og hinir úti fyrir dyrum þess réttláta, þá þeir í svartamyrkri leituðu, hvör einn að inngangi sinna dyra.18Því höfuðskepnurnar breyttu tónum innbyrðis, eins og tónar á hljóðfær breyta taktsins tegund, en alltíð eru við sinn hljóm, eins og menn geta nákvæmlega séð, þá þeir yfirvega atburðina.19Því landdýr urðu að vatnsdýrum, og það sem þá synti kom á land.20Eldurinn var í vatninu sterkari en hann hefur eðli til, og vatnið gleymdi sínum slökkvandi krafti.21Þar á mót eyddi loginn ekki holdi þeirra forgengilegu dýra, þá þau óðu hann; ekki bráðnaði heldur sú hrími líka himneska fæða, sem þó hæglega bráðnar.
22Já, á allan hátt hefir þú, Drottinn, gjört fólk þitt dýrðlegt og heiðrað og ekki afrækt það, heldur hefir þú alltíð og allstaðar hjá því staðið.