Áhlaup Gyðinganna.

1Og Júdit sagði við þá: heyrið mig þó, bræður, og takið þetta höfuð og hengið það á brjóstverju múrveggsins!2Og þegar morgun kemur og sólin rennur upp yfir jörðina, þá taki sérhvör yðar sín vopn, og farið allir herfærir menn úr staðnum og setjið yfir yður höfuðsmann, eins og þér hefðuð í sinni, að fara niður á sléttlendið til útvarða Assúrssona; en farið samt ekki.3Þá munu þessir (varðmenn) grípa til vopna, og ganga í herbúðirnar, og vekja herforingja assyriska hersins, og safnast að Hólofernis tjaldi, og ekki finna hann, og ótti mun koma yfir þá, og þeir munu flýja fyrir yður.4Þá skuluð þér, og allir sem búa á öllu Ísraelsfjalli, elta þá, og leggja við velli á veginum.5En áður en þér gjörið þetta, þá kallið fyrir mig á Akior Ammonítann, svo að hann sjái og þekki þann, er forsmáði Ísraels hús, og sendi hann til vor, sem til lífláts.6Og þeir kölluðu Akior úr Osía húsi. Og sem hann kom og sá Hólofernis höfuð í hendi manns nokkurs á fólks samkomunni, féll hann á sitt andlit, og leið í öngvit.7Og sem þeir reistu hann á fætur, féll hann Júdit til fóta og mælti: vegsömuð sért þú, í hvörjum sem helst Júda híbýlum, og hjá öllum þjóðum, sem munu verða hissa, þá þær heyra þín getið.8Og seg mér nú, hvað þú hefir gjört á þessum dögum! Og Júdit sagði honum frá, mitt á meðal fólksins, því, sem hún hafði gjört, frá því hún fór, og þangað til hún við þá talaði.9Og sem hún hætti að tala, lét fólkið í ljósi sinn fögnuð með hárri raust, og lét gleðióp hvella í allri sinni borg.10En er Akior sá allt sem Ísraels Guð hafði gjört, trúði hann fastlega á Guð, og umskar hold sinnar forhúðar, og var inntekinn í Ísraels hús, allt til þessa dags.
11En sem dagur rann, hengdu þeir Hólofernis höfuð á múrvegginn, og allir Ísraelsmenn tóku sín vopn og fóru í hópum niður brekkur fjallsins.12En er Assurssynir sáu þá, sendu þeir til sinna fyrirliða, en þessir komu til hershöfðingjanna og ofurstanna og allra herstjórnaranna.13Og þeir komu til Hólofernis tjalds, og sögðu við þann, sem settur var yfir allt hans: vek þú vorn herra, því þrælarnir hafa dirfst að koma niður á móti oss til orrustu, svo þeir verði algjörlega afmáðir!14Og Bagóas gekk inn, og klappaði á tjaldsins fortjald: því hann hugsaði, að hann svæfi hjá Júdit.15En af því enginn heyrði, dró hann (fortjaldið) frá og gekk inn í herbergið og fann hann dauðann liggjandi á gólfinu, og hans höfuð var afhöggið.16Og hann kallaði með hárri rödd, grét og kveinaði og hljóðaði og reif sín klæði.17Og hann gekk í það tjald sem Júdit hafði verið í, og fann hana ekki. Og hann hljóp út til fólksins, og æpti.18Þrælarnir hafa beitt svikum, ein einasta kona enna hebresku hefir leitt skömm yfir hús Nebúkadnesars kóngs, því sjá! Hólofernes liggur þar á gólfinu, og höfuð hans er ekki framar á honum.19En sem fyrirliðar assýriska hersins heyrðu þessi orð, rifu þeir sín klæði, og urðu mjög skelkaðir, og þeirra óp og harmatölur hljómuðu hátt í herbúðunum.