Um staf Arons.

1Og Drottinn talaði við Móses og sagði:2tala við Ísraelsbörn og tak af þeim 12 stafi, einn af hvörjum ættlegg, einn af hvörjum ættarhöfðingja, og skrifa nafn hvörs eins á hans staf;3en nafn Arons skaltu rita á staf Levís, því sinn stafur skal vera fyrir sérhvörn ættarhöfðingja.4Og þú skalt leggja þá niður í samkundutjaldbúðinni fyrir framan lögmálið, hvar eg er vanur að koma á fund ykkar,5og það skal ske að stafur þess manns, sem eg útvel, skal blómgast, að eg megi hefta möglan Ísraelsbarna í gegn mér, er þeir mögla í gegn yður.6Og Móses talaði við Ísraelsbörn og allir þeirra höfðingjar fengu honum stafi, hvör höfðingi einn staf fyrir sinn ættlegg, tólf stafi alls, var Arons stafur meðal (stafa) þeirra.7Móses lagði þá stafina fram fyrir Drottin, í lögmálstjaldbúðinni;8en þegar Móses daginn eftir gekk þar inn, sjá! þá var fyrir ætt Levís stafur Arons blómgaður, svo að hans blöð voru útsprungin, blómstur komin, og hann bar fullvaxin aldini.9Bar nú Móses alla stafina út frá augliti Drottins til Ísraelsbarna, svo þeir sæju þá, og hvör tók sinn staf.10Þá sagði Drottinn við Móses: ber aftur staf Arons fram fyrir sáttmálsörkina að hann sé þar geymdur til minnismerkis fyrir þá sem óhlýðnir eru, svo að möglan þeirra gegn mér enda taki og þeir ekki þess vegna deyi.11Og Móses gjörði þannig eins og Drottinn hafði boðið honum.12En Ísraelsbörn sögðu við Móses: sjá! vér látum lífið, vér tortýnustum, allir tortýnunst vér!13Hvör sem kemur nærri tjaldbúð Drottins, deyr; munum vér þá allir tortýnast?