Sigurvon.

1Lofið Guð! Syngið Drottni nýjan söng, hans lof á samkomu heilagra.2Ísrael gleður sig í sínum skapara, Síonsbörn í sínum kóngi.3Þeir skulu lofa hans nafn í dansi, með bumbum og hörpum skulu þeir fyrir honum leika.4Því Drottinn hefir velþóknan á sínu fólki, hann prýðir þá hógværu með frelsi (sigri).5Þeir heilögu skulu gleðjast við sinn heiður, þeir skulu fagna í sinni hvílu.6Guðs lof skal vera á þeirra tungu og tvíeggjað sverð í þeirra hendi,7til að taka hefnd af þjóðunum, og refsa lýðnum,8að binda þeirra kónga með hlekkjum og þeirra voldugu með járnviðjum,9að breyta við þá eftir þeirra skrásetta dómi: heiður er þetta fyrir alla hans heilögu. (Halelúja). Lofið Drottin.