Spádómur um eyðileggingu Babelsborgar.

1Spádómur um Babelsborg, opinberaður Esajasi Amossyni.
2Setjið upp merki á einhvörju hávu fjalli! kallið hárri röddu til þeirra! bandið þeim með hendinni að ganga inn um hlið höfðingjanna!3Eg hefi gjört boð þeim, sem eg hefi þar til ætlað a), eg hefi kallað á kappa mína, hina mikillátu glaðværðarmenn mína b), til að framkvæma reiðidóm minn.4Á fjöllunum heyrist þys af mannmergð, eins og einhvör fjölmenn þjóð komi; það heyrist hár gnýr konungaríkja og samansafnaðra þjóða: það er Drottinn allsherjar, sem er að kanna herlið sitt.5Þeir koma frá fjarlægum landsálfum, frá himinsenda, það er Drottinn og verkfæri reiði hans, sem ætlar sér að eyðileggja gjörvallt landið.6Kveinið, því dagur Drottins er nálægur; hann kemur sem eyðilegging frá hinum almáttuga.7Þess vegna verða allar hendur lémagna, og hjarta sérhvörs manns bráðnar.8Þeir skelfast, harmkvæli og pína gagntekur þá; þeir kenna til, eins og jóðsjúk kvinna; hvör þeirra horfir angistarfullur á annan: andlit þeirra eru sem eldslogar.9Sjá! dagur Drottins kemur, hinn hræðilegi dagur heiftarinnar og ennar brennandi reiði, til að gjöra landið að auðn, og til að afmá þá afbrotamenn, sem í því búa.10Því himintunglin og stjörnuflokkarnir missa birtu sína: sólin er myrk í uppgöngu sinni, og tunglið lætur ei ljós sitt skína.11Eg vil hegna jarðarkringlunni sökum hennar vonsku, og hinum óguðlegu sökum misgjörða þeirra; eg vil niðurkefja ofdramb hinna ríkilátu, og lægja hroka ofbeldismannanna.12Eg vil gjöra karlmenn sjaldfengnari en skíragull, og mannfólkið torgætara en Ofírsgull.13Þess vegna vil eg hrista himininn, og jörðin skal hrærast úr stöðvum sínum fyrir heift Drottins allsherjar, og á degi hans brennandi reiði.14Eins og fæld skógargeit, og eins og smalalaus hjörð, skal hvör maður hverfa aftur til átthaga sinna; og hvör einn flýja heim í land sitt.15Hvör, sem staðinn verður, mun lagður verða í gegn, og allir, sem handsamaðir verða, munu fyrir sverði falla.16Ungbörnum þeirra mun slegið verða niður við, hús þeirra verða rænd, og konur þeirra smánaðar.17Sjá! eg æsi upp Medíumenn í gegn þeim: þeir hugsa ekki um silfrið, og þá langar ekki í gullið;18bogar þeirra rota unga menn til dauðs: þeir vægja ekki lífsafkvæmum, og líta ekki miskunnaraugum til ungbarna.19Þannig skal Babelsborg, sem hefir verið prýði konungaríkjanna, og sem Kaldear hafa stært sig og miklast af, verða eins og Sódómsborg og Gómorraborg, hvörjum Guð umturnaði.20Hún skal aldrei verða byggileg aftur; mann fram af manni skal þar enginn búa; enginn arabiskur maður skal slá þar tjöldum sínum, og öngvir hjarðmenn bæla þar fénað sinn.21Urðarkettir skulu þar liggja; húsin skulu full vera af uglum; strútsungar skulu búa þar, og skógartröll stökkva þar.22Gullúlfar skulu kallast á í höllunum, og refkeilur í hinum lystilegu herbergjum. Hennar hegningartími er aðeins ókominn, og óhamingju dagar hennar munu eigi undan dragast.

V. 3. a. Þeim, sem eg hefi ætlað, útvalið til að framkvæma ásetning minn; á hebr. „mínum helguðu“. b. Svo kallast hermenn Drottins (Persar), hvörjum hann hafði gefið öruggann hugmóð til að reka sitt erindi.