Herleiðingin til Babel.

1Það orð sem kom til Jeremías, viðvíkjandi öllu Júdafólki, á fjórða ári Jójakims, Jósíasonar, Júdakóngs, það var fyrsta ár Nebúkadnesars, kóngs í Babel,2sem Jeremías spámaður talaði til alls Júdafólks, og til allra Jerúsalems innbúa, og mælti:
3Frá 13da ári Jósía, Ammonssona, Júdakóngs, allt til þessa dags, þessi 23 ár, kom Drottins orð til mín, og eg talaði til yðar frá því snemma dags, en þér heyrðuð ekki.4Og Drottinn sendi til yðar alla sína þénara, spámennina, frá því snemma dags, en þér heyrðuð ekki, og lögðuð ei eyrun við til að heyra.5Þeir sögðu: snúið þó, hvör einn frá sínum vondu vegum, til baka, og frá vonsku sinna verka, svo skuluð þér vera í landinu, sem Drottinn gaf yðar feðrum, frá eilífð til eilífðar!6Og aðhyllist ekki aðra guði, svo þér þjónið þeim og tilbiðjið þá; og móðgið mig ekki með verkum yðar handa, svo skal eg ekkert illt gjöra yður.7En þér gegnduð mér ekki, segir Drottinn, heldur móðguðuð þér mig með verkum yðar handa, yður til óhamingju.8Því segir Drottinn herskaranna svo: fyrst að þér hlýdduð ekki mínum orðum:9sjá! svo sendi eg, og sæki allar kynkvíslir norðursins, segir Drottinn, og til Nebúkadnesars kóngs í Babel, míns þjóns, og læt þá koma yfir þetta land, og yfir þess innbúa, og yfir allar þjóðir hér í kring, og hrek þær í útlegð, og gjöri þær að viðbjóð og háðung og eilífum rústum,10og afmái alla gleðiraust og glaðværðarraust, brúðgumans raust, og brúðurinnar raust, kvarnarniðinn, og lampans ljós.11Og allt þetta land skal verða að rústum, að eyðimörk, og þessar þjóðir skulu þjóna undir kónginn af Babel, í 70 ár.
12En það skal ske, þegar 70 ár eru liðin, þá vil eg refsa kónginum í Babel og hinu sama fólki, segir Drottinn, fyrir þess misgjörð, og Kaldeumannalandi, og gjöra það að eilífri auðn.13Og eg læt yfir sama land koma öll mín orð, sem eg hefi um það talað, allt sem skrifað er í þessari bók, sem Jeremías spáð hefir, um allar þjóðir;14því líka gjöra þeir miklar þjóðir, og stóra konunga sér undirgefna, og eg umbuna þeim eftir þeirra athæfi og eftir verkum þeirra handa.
15Því svo sagði Drottinn, Ísraels Guð, til mín: tak við þessum bikar fullum af reiðinnar víni af minni hendi, og láttu allar þjóðir drekka hann, sem eg sendi þig til,16svo þær drekki, rambi og æði fyrir því sverði sem eg sendi meðal þeirra.17Og eg tók við bikarnum af Drottins hendi, og lét allar þjóðir drekka, til hvörra Drottinn hafði mig sent.18Jerúsalem og Júda staði og þeirra konunga, og þeirra höfðingja, til að gjöra þá að rústum, að viðbjóð, að háðung, og að bölvun, eins og nú (er skeð):19faraó, Egyptalandskóng, og hans þjóna og hans höfðingja og allt hans fólk,20og allar sambands(vesturlands)þjóðirnar og alla konunga í landinu Us og alla konunga Filistealands og í Askalon og Gasa og Ekron, og leifarnar af Asdod.21Edomíta og Móabíta og Ammonssyni,22og alla konungana í Tyrus, og alla konungana í Sídon, og konunga eyjanna, hinumegin við hafið,23Dedan og Tema og Bús og alla með skornu skeggi (arabiska).24Og alla Arabíukónga og alla kónga sambandsþjóðanna, sem búa í eyðimörkinni,25og alla konungana í Simri, og alla konungana í Elam og alla konungana í Medíu,26og alla konunga norðursins, þá nálægari og fjærlægari, einn sem annan, og öll heimsins kóngsríki á jörðunni; og kóngurinn af Sesak (Babel) skal eftir þessa drekka.
27Og seg til þeirra: svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: drekkið og verðið ölvaðir og ælið upp og drekkið, og standið ekki upp aftur, fyrir sverðinu, sem eg sendi meðal yðar.28Og ef þeir færast undan að taka við bikarnum af þinni hendi, til að drekka, þá seg til þeirra: svo segir Drottinn herskaranna: þér skuluð drekka!29Því sjá! á þeim stað sem nefndur er eftir mínu nafni, byrja eg að beita hörðu; og þér skylduð hugsa að komast hjá hegningu? þér munuð ei sleppa undan refsingunni, því sverðið kalla eg yfir alla innbúa jarðarinnar, segir Drottinn herskaranna.30En prédika (spá) þú þeim öll þessi orð, og seg til þeirra: Drottinn grenjar af hæðinni, og frá sínum heilaga bústað lætur hann sína raust gjalla, hann grenjar móti sínum bústað, óp, eins og þess sem vínþrúgu treður, hefur hann upp móti öllum jarðarinnar innbúum,31hljómurinn þrengir sér allt að veraldarinnar enda; því stríð á Drottinn við þjóðirnar, hann er genginn í rétt við allt hold; þá guðlausu afhendir hann sverðinu, segir Drottinn.
32Svo segir Drottinn herskaranna: sjá, ógæfan fer frá þjóð til þjóðar, og mikill stormur tekur sig upp frá því ysta jarðarinnar.33Þeir sem Drottinn hefir að velli lagt, liggja á þeim sama tíma frá einum enda jarðarinnar til annars, þeir eru ekki harmaðir, ekki burt dregnir, og ekki verða þeir jarðaðir, að áburði á vellinum verða þeir.34Æpið hirðarar, kveinið, og veltið yður (í dufti), þér leiðtogar hjarðarinnar! því nú er sá tími, að yður skal verða slátrað; og eg tvístra yður, að þér dettið í sundur sem dýrt ker.35Hirðararnir geta ei undan komist og fyrirliðar hjarðarinnar geta ei bjargað sér.36Kvein hirðaranna hljómar og óp hjarðarinnar leiðtoga, því Drottinn eyðileggur þeirra haglendi,37friðarins beitiland er eyðilagt af Drottins grimmdarreiði.38Hann kemur, sem ljón úr sínu bæli; því þeirra land verður að auðn fyrir grimmd víkingsins, og fyrir grimmd hans reiði.