Eldsuppkoma í herbúðunum. Girndargrafirnar.

1Og fólkið klagaði sína neyð fyrir eyrum Drottins, og Drottinn heyrði það, og hans reiði upptendraðist, og þar kviknaði eldur Drottins meðal þeirra, og eyddi því ysta af herbúðunum.2Þá hrópaði fólkið til Mósis, og Móses bað Drottin, þá slokknaði eldurinn.3Og menn kölluðu þennan stað Tabera (eldsvoða) því eldur Drottins brann meðal þeirra.
4Og skríllinn meðal þeirra var gírugur, sneri sér undan og grét, og líka Ísraelssynir, og sögðu: hvör gefur oss kjöt að eta?5vér munum til þeirra fiska, sem vér átum, fyrir ekkert, í Egyptalandi, agúrkna og melóna og lauksins, rauða lauksins og hvíta lauksins.6En nú eru vorar sálir uppþornaðar; hér er ekkert, vér sjáum ekkert nema man.7En man var eins og kóríanderfræ og korn þess kristalfögur (þess útlit eins og útlit bedólans).8Og fólkið hljóp um kring og safnaði því og malaði það í myllum, eða muldi það í mortéli, og suðu það í pottum og gjörðu úr því kökur, og þess smekkur var eins og smekkur af viðsmjörskökum.9Og þegar dögg féll á nóttum yfir herbúðirnar, svo féll man og þar á.10Og Móses heyrði fólkið gráta, hvörn með sínum ættingjum í dyrum síns tjalds; þá upptendraðist Guðs reiði ákaflega, og Móses armæddist af því.11Og Móses sagði við Drottin: því breytir þú svo illa við þinn þjón, og því finn eg ekki náð í þínum augum, að þú skulir leggja á mig byrði alls þessa fólks?12Hefi eg gengið þungaður af öllu þessu fólki, hefi eg borið það í heiminn, að þú segir við mig: ber það í þínum faðmi, eins og fóstri ber brjóstbarn, inn í landið sem þú sórst þeirra feðrum.13Hvaðan skal eg taka kjöt til að gefa öllu þessu fólki? því þeir gráta upp á mig og segja: gef oss kjöt að vér etum!14Eg orka ekki að bera allt þetta fólk; því þar er of þungt fyrir mig.15Og ef þú ætlar að fara svona með mig, þá sálga þú mér heldur, hafi eg fundið náð í þínum augum, svo eg ekki sjái mína neyð!
16Þá mælti Drottinn við Móses: safna þú mér 70 mönnum af þeim elstu í Ísrael, sem þú þekkir að eru þeir elstu meðal fólksins, og þess yfirmenn, og kom þú með þá að samkundutjaldinu og láttu þá skipa sér þar niður hjá þér.17Og eg vil niðurkoma, og tala þar við þig, og eg vil taka af þeim anda, sem yfir þér er, og leggja yfir þá, svo þeir beri með þér fólksins þunga, og þú berir hann ekki einn.18Og til fólksins skaltu segja: helgið yður til morguns, þá skuluð þér kjöt eta; því þér hafið grátið fyrir eyrum Drottins og sagt: hvör gefur oss kjöt að eta! því vel leið oss í Egyptalandi; og Drottinn mun gefa yður kjöt að þér etið.19Þér skuluð ekki eta (kjöt) einn dag, og ekki tvo og ekki 5 daga og ekki 10 daga og ekki 20 daga;20heldur allt að mánuði; þangað til það gengur út af yðar nösum, og verður yður að viðbjóð, af því þér hafið burtskúfað Drottni sem meðal yðar er, og fyrir honum grátið og sagt: hvar fyrir erum vér komnir burt úr Egyptalandi?21Og Móses sagði: fólkið er 6 hundruð þúsund manns sem eg er með, og þú segir: kjöt vil eg þeim gefa að þeir eti í heilan mánuð.22Á þá að slátra fyrir þá smáfénaði og nautum, að þeim dugi? skulu allir fiskar sjávarins hingað flytjast, svo nóg verði fyrir þá?23Og Drottinn mælti við Móses: er Drottins hönd of stutt? Nú skaltu sjá, hvört mín orð, við þig, rætast eða ekki.
24Og Móses gekk burt og bar fólkinu Drottins orð, og samansafnaði 70 manns af fólksins öldungum og skipaði þeim niður allt í kringum tjaldið.25Þá kom Drottinn niður í skýinu, og talaði við hann, og tók af þeim anda sem yfir honum var, og lagði hann á þá 70 menn, öldungana. Og það skeði, þá andinn kom yfir þá, svo spáðu þeir, og ekki eftir það.26Og tveir menn voru eftir í herbúðunum, annar hét Eldad, en hinn Medad, og andinn kom yfir þá (þeir voru meðal þeirra uppskrifuðu, en höfðu ekki gengið til tjaldsins) og þeir spáðu í herbúðunum.27Þá kom smásveinn hlaupandi og sagði Móses frá og mælti: Eldad og Medad spá í herbúðunum.28Og Jósva, sonur Núns, þénari Mósis frá barndómi, svaraði og mælti: Móses, minn herra, banna þeim það!29En Móses svaraði honum: tekur þú upp þykkjuna fyrir mig? eg vildi að allt Drottins fólk væri spámenn, svo Drottinn legði sinn anda yfir þá (það).
30Og Móses gekk aftur í herbúðirnar, hann og Ísraels öldungar.31Og vindur kom frá Drottni, og færði vaktelur frá sjónum, og kastaði þeim svo sem eina dagleið til herbúðanna, og hingað og þangað eina dagleið um kring herbúðirnar og við 2 álnir á hæð yfir jörðina.32Og fólkið tók sig til allan þann dag og alla þá nótt og allan daginn eftir og safnaði vaktelum; sá sem safnaði litlu, hann safnaði 10 hómer, og þeir breiddu þær út allt í kringum herbúðirnar.33Kjötið var enn nú milli þeirra tanna, enn nú var það ekki uppunnið, þegar reiði Drottins upptendraðist við fólkið, og Drottinn lét þar verða mjög mikinn mannfellir meðal fólksins.34Og menn kölluðu þann stað Girndargrafir, af því að þeir gírugu meðal fólksins vóru þar grafnir.35Frá Girndargröfunum fór fólkið til Haserot, og þeir staðnæmdust í Haserot.

V. 25. Andans gjöf verkaði svo á þá, þegar þeir voru kosnir til að hjálpa Móses, að þeir töluðu andans máli, þ. e. kröftuglega.