Bygging musterisins.

1Og það skeði, árið 4 hundruð og 80 eftir að Ísraelsmenn fóru úr Egyptalandi, á fjórða ári ríkisstjórnar Salómons yfir Ísrael í mánuðinum siv, það er sá annar mánuður, að þá byggði hann (Salómon) Drottni hús.2Og það hús sem Salómon kóngur byggði Drottni var 60 álnir á lengd og 20 álnir á breidd og 30 álnir á hæð.3Og þar var forbyrgi fram af musterishúsinu, tuttugu álna langt, eftir breidd hússins, og tíu álnir var þess breidd fyrir framan húsið.4Og hann gjörði glugga á húsið með grindverki fyrir.5Og hann byggði við vegg hússins allt um kring umgang; við veggi hússins allt um kring, bæði musterisins og kórsins, og gjörði stúkur allt um kring.6Það neðsta gangrúm var 5 álnir á vídd, það í miðið 6 álnir á breidd og það efsta 7 álnir á breidd, því stalla hafði hann gjört að utan til á húsinu allt um kring, svo þessi kæmu ei við vegg hússins.7Og húsið þá það var byggt, var það byggt af áður vel höggnum steini og menn heyrðu hvörki hamar né öxi, né nokkuð járn tól, hjá húsinu, þá það var byggt.8Dyr voru á hægri hlið hússins, í gegnum hliðarstúkuna sem var í miðjunni, og um skrúfstiga gekk maður í miðstúkuna, og úr henni í þá þriðju.9Og svo byggði hann húsið og lauk við það, og þakti húsið með borðum og plönkum af sedrusviði.10Og hann byggði gangrúm á öllu húsinu allt um kring sem var 5 álna á hæð og festi við húsið með sedrusvið.11Og orð Drottins skeði til Salómons, og mælti:12áhrærandi þetta hús sem þú byggir—Ef að þú gengur eftir mínum setningum, og gjörir mín réttindi og gætir allra minna boðorða, að þú gangir eftir þeim, svo skal eg halda við þig orð mitt sem eg talaði við Davíð föður þinn a);13og eg vil búa meðal Ísraelssona, og vil ekki yfirgefa mitt fólk Ísrael.
14Svo byggði Salómon húsið og lauk við það.15Og hann klæddi veggina innan til með sedrusvið; frá gólfi hússins upp að veggjum þaksins fóðraði hann það með við, að innanverðu, en gólf hússins var úr furuviðarborðum.16Af innri enda hússins afþiljaði hann með sedrusviðarborðum 20 álnir, frá gólfi og til veggja, og þar fyrir innan byggði hann sér húsrúm, sem skyldi vera það allrahelgasta.17Og 40 álnir var húsið, það er musterið fyrir framan.18Og sedrusviðurinn í húsinu innan til var með skurðverki, hnöppum og útsprungnum blómstrum allt af sedrusvið, svo hvörgi sá í stein.19Og innra part hússins gjörði hann svo, að þangað mætti flytja lögmálsörk Drottins.20Og hvað kórinn áhrærði, þá var hann 20 álna langur og 20 álna breiður og 20 álna hár, og hann fóðraði hann með dýru gulli, og fóðraði altarið með sedrusvið.21Og Salómon fóðraði húsið innan með dýru gulli, og lokaði kórnum með gylltum stöngum og gyllti hann.22Og allt húsið gyllti hann, já öldungis allt húsið, og altarið, sem var fyrir framan kórinn, það gullbjó hann.
23Og hann gjörði í kórnum tvo kerúba b) úr villtvaxandi olíuvið, þeir voru 10 álnir á hæð.24Og 5 álna var annar vængurinn á þeim öðrum kerúb, og 5 álna hinn vængurinn á þeim sama kerúb, 10 álnir frá enda hans eina vængs, til endans á hinum hans væng.25Og 10 álnir hafði og hinn annar kerúb, báðir kerúbarnir voru jafn stórir og eins gjörðir.26Hæð annars kerúbsins var 10 álnir, og eins hins.27Og hann lét þessa kerúba vera í innra húsinu, og menn breiddu vængi kerúbsins út, svo að vængur þess annars nam við vegginn og vængur hins nam og svo við hinn vegginn og þeirra vængir mættust í miðju húsinu, hvör vængur snart annan.28Og hann gyllti kerúbana.29Og á öllum veggjum hússins allt um kring, tilbjó hann skurðverk með kerúbum, pálmaviði og útspringandi blómstrum, innan til og utan til.30Og hússins gólf gullbjó hann innan og utan.31Og fyrir kórdyrnar setti hann vængjahurð úr villtvaxandi olíuvið. Dyratréð með dyrastöfunum var fimmti partur (skilrúmsins).32Og á vængjahurðina úr þeim villtvaxandi olíuvið, gjörði hann skurðverk með kerúbum, pálmavið og útspringandi blómstrum, og gullbjó það, og breiddi gullið yfir kerúbana og pálmaviðinn.33Sömuleiðis gjörði hann í dyrum musterisins stólpa úr villtvaxandi olíuvið, sem tóku af fjórða part veggsins,34og tvennar vængjahurðir úr furuvið, með tveimur hjörum önnur hurðin, og mátti snúa henni þar á, og með tveimur hjörum hin hurðin, ogsvo snúanleg.35Og hann skar kerúba og pálmavið, og útspringandi blómstur hér á, og gullbjó, svo gullið breiddist yfir skurðinn.36Hann byggði og þann innri forgarð, það voru þrjár raðir af höggnum steini og ein röð af sedrusviðarbjálkum.37Á fjórða ári var grundvöllurinn lagður til Drottins húss, í mánuðinum siv,38og á ellefta ári í mánuðinum bul (sá er hinn 8di mánuður) var húsið algjört í öllum þess pörtum og eftir sem það skyldi vera, og menn voru í 7 ár að byggja það.

V. 12. a. Sam. 7,13. V. 13. Ex. 29,45. Núm. 5,3. V. 23. b. Ex. 25,18. 37,7.