Rúbens, Gaðs og Manassis ættkvísl fara til heimkynna sinna; byggja altari við Jórdan.

1Nú kallaði Jósúa Rúbens, Gaðs, og þá hálfu Manassis ættkvísl fyrir sig,2og sagði við þá: dyggilega hafið þér hlýtt því öllu, sem Móses Drottins þjón bauð yður; mér hafið þér og hlýðnir verið í öllu, sem eg hefi fyrir yður lagt.3Í langan tíma og allt fram á þenna dag hafið þér fylgi veitt bræðrum yðar, og varðveitt hlýðni við boðorð Drottins, yðar Guðs.4En nú hefir Drottinn eftir loforði sínu gefið bræðrum yðar hvíld, farið þér þess vegna til baka til tjalda yðvarra og yðar eignarlands, sem Móses Drottins þjón úthlutaði yður hinumegin Jórdanar.5Gætið þess einungis, að þér haldið vel lögmál það og boð, sem Móses Drottins þjón gaf yður, að þér elskið Drottin yðar Guð, gangið á öllum hans vegum, geymið hans boð, haldið yður fastlega til hans og þjónið honum af öllu yðar hjarta og allri yðar sálu!6Síðan blessaði Jósúa þá og gaf þeim fararleyfi, og fóru þeir til tjalda sinna.
7Öðrum helmingi Manassis ættkvíslar hafði Móses landi skipt í Basan; en hinum helmingnum Jósúa hérnamegin Jórdanar að vestanverðu. En þegar Jósúa gaf þeim fararleyfi til tjalda sinna, blessaði hann þá,8og sagði til þeirra: þér farið nú heim til yðar tjalda með auðæfi mikil, með miklar hjarðir, silfur, gull, eir og járn, og mjög mikið af klæðnaði, miðlið nú bræðrum yðar nokkru af þessu, sem þér hafið að herfangi tekið af óvinunum.
9Eftir þetta sneru þeir Rúbens og Gaðs niðjar og helmingur Manassis ættkvíslar til baka, og skildu við Ísraelsbörn í Síló í Kanaanslandi, og fóru til Gíleaðslands, þeirra eignar, sem þeir tóku í arf eftir boði Drottins fyrir hönd Mósis.10En er þeir komu til Gelílót hjá Jórdan í Kanaanslandi, þá reistu þeir Rúbens og Gaðs niðjar og hálf Manassis ættkvísl þar við Jórdan stórt og álitlegt altari.11En er Ísraels börn spurðu það, að Rúbens og Gaðs niðjar og hálf Manassis ættkvísl höfðu byggt altari í Gelílót við Jórdan gegnt Kanaanslandi hjá vaði Ísraelsbarna,12þá safnaðist allur söfnuður Ísraelsbarna saman í Síló til að færa þeim stríð á hendur;13þá sendu Ísraelsmenn Pineas son prestsins Eleasar til Rúbens og Gaðs niðja og hálfrar Manassis ættkvíslar til Gileaðs lands,14og tíu höfðingja með honum, sinn höfðingja af hvörri ætt fyrir allar Ísraels ættkvíslir; og hvör þeirra var ættfaðir meðal kynþátta Ísraelsmanna.15Þessir komu til Rúbens og Gaðs niðja og hálfrar Manassis ættkvíslar, í Gíleað landi, og sögðu við þá á þessa leið.16Svo segir allur söfnuður Drottins: hvílík er sú ótrúmennska, sem þér hafið sýnt gegn Ísraels Guði, að þér í dag hafið snúið yður frá Drottni og það skuli ske, að þér í dag gjörið uppreisn móti Drottni, svo að hann á morgun reiðist öllum Ísraels söfnuði!19En sé yðar eignarland orðið saurgað, þá farið yfirum aftur, í land það, sem Drottni tilheyrir, og hvar bústaður þ. e. samkundutjaldbúðin, Drottins er, og takið arf með oss, en gjörið ekki uppreisn móti Drottni og ekki móti oss, með því að byggja yður annað altari, en altari Drottins vors Guðs!20syndgaðist ekki Akan **) Seraksson á því bannfærða, og fyrir það kom reiði (Drottins), yfir allan Ísraelssöfnuð, og Akan dó ekki einn fyrir sinn glæp.
21Þeir Rúbens og Gaðs niðjar og hálf Manassis ættkvísl svöruðu og sögðu til ættfeðra Ísraelsmanna:22Guð Drottinn almáttugur, Guð Drottinn almáttugur, hann veit það, og Ísrael skal vita það, að ef við höfum þetta gjört í því skyni að gjöra uppreisn móti Drottni, eða falla frá Drottni, þá hjálpa þú (Drottinn) oss ekki í dag;23og ef við höfum altarið reist til þess að snúa oss burt frá Drottni, já, sé það skeð til að fórna brennifórn þar á eða matfórn eða til að færa þakkarfórn ***), þá hefni Drottinn þess!24og ef vér höfum ekki gjört þetta af áhyggju, vegna þess vér hugsuðum: seinna meir munu yðar niðjar segja til vorra niðja: „hvað kemur Drottinn Ísraels Guð yður við?25Drottinn hefir sett Jórdan sem landamerki millum vor og yðar, þér Rúbens og Gaðs niðjar! þér hafið enga hlutdeild í Drottni,“ og þá kynnu yðar niðjar að koma vorum niðjum til þess að hætta að óttast Drottin!26þess vegna kom oss það ásamt að reisa altari þetta, ekki fyrir brennifórnir og ekki fyrir slátursfórnir,27heldur til vitnis millum vor og yðar og vorra eftirkomenda eftir oss, að vér viljum þjóna Drottni fyrir hans augliti með vorum brennifórnum, slátursfórnum og þakkarfórnum, og að niðjar yðar síðar meir ekki geti sagt til vorra niðja: þér hafið enga hlutdeild í Drottni!28þar fyrir sögðum vér: ef þeir síðar meir tala svo til vor og vorra eftirkomenda, þá viljum vér svara: lítið hér eftir mynd Drottins altaris, sem feður vorir gjörðu, ekki til að bera þar á offur brennifórnar eða slátursfórnar, heldur til vitnisburðar millum vor og yðar!29Það fór fjærri, að vér vildum falla frá Drottni, eða í dag snúa oss í burt frá Drottni með því að byggja annað altari til brennifórna, matfórna og slátursfórna, en altarið Drottins vors Guðs, sem stendur fyrir framan hans tjaldbúð.30Þegar presturinn Pineas og höfðingjar safnaðarins, ættfeður Ísraels kynþátta, sem með honum vóru, fengu þessi svör af Rúbens, Gaðs og Manassis niðjum, líkuðu þau þeim vel;31þá sagði Píneas, sonur prestsins Eleasar við Rúbens, Gaðs og Manassis niðja: í dag sjáum vér, að Drottinn er á meðal vor, þar þér hafið ekki sýnt ótrúmennsku móti Drottni í þessu; nú hafið þér frelsað Ísraels börn frá hendi Drottins.32Sneri nú Píneas sonur Eleasars prests og höfðingjarnir heim aftur frá Rúbens og Gaðs niðjum í Gíleað landi til Ísraelsbarna í Kanaanslandi, og færðu þeim þessi svör;33líkuðu þeim þau vel, lofuðu Guð, og töluðu ekki um að fara herför mót Rúbens og Gaðs niðjum til að eyða land þeirra.34En Rúbens og Gaðs niðjar kölluðu altarið: „vitni milli okkar, að Drottinn er (vor) Guð“.

*) 4 Mós. b: 25,3. **) Jósv. 7,24–26. ***) Nefnil: til heiður einhvörjum hjáguðum.