Dæmi Abrahams; almáttur Drottins; frelsun Guðs fólks undan ofurvaldi Babelsmanna.

1Heyrið mér, sem sækist eftir réttlætinu, þér sem leitið Drottins! Lítið á það hellubjargið, sem þér eruð af höggnir, á þá bjargskoruna, sem þér eruð úr grafnir.2Lítið á Abraham, yðvarn föður, og á Söru, sem ól yður! Því barnlausan kallaði eg hann, eg blessaði hann og jók kyn hans.3Eins mun Drottinn líkna Síonsborg, og miskunna sig yfir allar hennar niðurbrotnu borgarrústir; hann mun gjöra hennar auðn sem Eden, og hennar óbyggð sem aldingarð Drottins; fögnuður og gleði, lofsöngur og fagnaðar raust skal finnast í henni.4Gef gaum að mér, mitt fólk! Hlusta til, minn lýður! því frá mér mun lögmál útganga, og eg mun setja mín boðorð til ljóss fyrir þjóðirnar.5Mitt réttlæti er nálægt, mitt hjálpræði er á leiðinni; mínir armleggir munu úr málum skera milli þjóðanna: fjarlægar landsálfur vænta mín, og bíða eftir mínum armlegg.6Hefjið yðar augu til himins, og lítið á jörðina hér niðri! Himinninn, hann hverfur sem reykur: jörðin fyrnist sem klæði, og þeir sem á henni búa, deyja sem mý; en mitt hjálpræði varir eilíflega, og mitt réttlæti mun aldrei linna.7Heyrið mér, þér sem þekkið réttlætið, þér lýðir, sem leggið mitt lögmál yður á hjarta! Óttist eigi spott manna, og hræðist eigi smánaryrði þeirra;8því mölurinn mun eta þá, sem klæði, og maðkurinn, eins og ull; en mitt réttlæti varir að eilífu, og mitt hjálpræði frá einni kynslóð til annarrar.
9Hef þig upp, hef þig upp, íklæð þig styrkleika, þú armleggur Drottins! Hef þig upp, eins og forðum daga, eins og í fyrndinni! Ertú það ekki, sem eyðilagðir Rahabsland a), og banaðir vatnsskrímslinu b)?10Ertú það ekki, sem uppþurrkaðir hafið, vötn hins stóra sjávargeims, og gjörðir sjávardjúpið að færum vegi fyrir hina frelsuðu?
11Hinir endurleystu Drottins skulu aftur hverfa, og koma með fagnaði til Síonsborgar; eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim, fögnuður og kæti skal leika yfir höfði þeim, fögnuður og kæti skal falla í þeirra skaut, en hryggð og andvarpan á burtu víkja.12Eg, eg er sá, sem hugga yður. Hvör ertú þá, að þú skulir hrædd vera við mennina, sem eiga að deyja, og mannanna börn, sem verða eins og grasið;13að þú skulir gleyma Drottni, sem skóp þig, honum sem útþandi himininn og grundvallaði jörðina; að þú skulir ávallt hvörn dag vera skjálfandi fyrir heift kúgarans, þegar hann býr sig til hroðaverkanna? En hvað verður úr heift ofríkismannsins?14Bráðum skulu hinir nauðbeygðu lausir verða; þeir skulu ekki deyja í dýflissunni, og engan skort hafa á fæðslu.15Því eg em Drottinn, þinn Guð, sem æsi sjávarhafið, svo að þess bylgjur þjóta; Drottinn allsherjar er hans nafn.16Eg legg mín orð í munn þér, og skýli þér undir skugganum minnar handar, til þess að útþenja (nýjan) himin og grundvalla (nýja) jörð, og segja til Síonsborgar: „þú ert minn lýður“.
17Vakna þú, vakna þú! rís upp, Jerúsalemsborg, þú sem af Drottins hendi meðtókst hans reiðibikar, og drakkst hann, þú sem bergðir á hinum víða ofdrykkjubikarnum, og drakkst hann í botn!18Af öllum þeim sonum, sem þú hafðir alið, var ekki nokkur einn, sem leiddi þig; af öllum þeim sonum, sem þú hafðir uppfætt, var enginn, sem tæki í hönd þína:19þetta hvörttveggja henti þig! Hvör aumkaði þig?—Enn eyðileggingin og umturnunin og hungrið og sverðið!—Hvörsu fæ eg huggað þig?20Synir þínir liðu í ómegin, og lágu á öllum strætamótum, eins og skógaruxi í neti, fullir af reiði Drottins og ógnarorðum þíns Guðs.21Þar fyrir heyr þú nú, þú hin vesæla borg, þú sem ert drukkin, enn þótt ekki af víni:22Svo segir Drottinn, þinn alvaldur, og þinn Guð, sem réttir hlut síns fólks: Sjá þú, eg tek úr hendi þinni ofdrykkjubikarinn, þann hinn víða reiðibikar minn; þú skalt ekki framar á honum bergja.23Eg fæ hann í hendur þeim, sem angra þig, þeim er sögðu til þín: „varpa þér niður, svo vér getum gengið á þér!“ Og þá gjörðir þú hrygg þinn að sléttri grund og að götu til að ganga á.

V. 9. a. Rahabsland, Egyptaland, b. vatnsskrímslið, krókódílinn í ánni Níl, þ. e. faraó, sjá Esek. 29. V. 17. Þegar siðaspillingin verður svo megn í heiminum, að heil ríki og lönd fyrir þá skuld verða í eyði lögð, og þjóðirnar að engu gjörðar, þá hafa spámennirnir það orðatiltæki að Guð gefi þjóðunum sinn reiðibikar að drekka, og gjöri þær drukknar og ráðlausar, og því kalla þeir þenna reiðibikar Guðs, ofdrykkju- (vitleysu eða ráðleysu-) bikar, Jer. 25,15.16. V. 6. Mitt nafn, mitt almætti, minn mátt til að frelsa þjóðina úr ánauð.