Daníel hughreystur af einum engli.

1Á þriðja ári Sýruss Persakonungs varð spádómur nokkur opinberaður Daníeli, sem kallaður var Beltsasar; þessi spádómur er sannur, og boðar stórar þrengingar. Hann hugði að spádóminum, og fékk skilning á vitraninni.2Á þeim dögum hafði eg, Daníel, syrgt í þrjár vikur;3eg neytti engrar dýrindisfæðu, kjöt og vín kom ekki inn fyrir mínar varir, og eg smurða mig ekki, fyrr en þær þrjár vikur voru liðnar.4En á 24ða degi hins fyrsta mánaðar, þá eg var staddur á bakka hins mikla fljóts, Tígrisfljótsins,5hóf eg upp mín augu og sá, og sjá! þar stóð maður nokkur í línklæðum, og hafði yfir um sig belti úr gulli frá Ufas a).6Líkami hans var sem gullsteinn, hans ásjóna sem leiftur, hans augu sem eldslogar, armleggirnir og fæturnar sem skyggður eirmálmur, og rómurinn yfir máli hans sem manngnýr.7Eg, Daníel, sá þessa sýn aleinn, en öngvir af þeim mönnum, sem með mér voru, sáu hana, heldur kom yfir þá eitthvört ofboð, svo þeir flúðu í felur.8Eg varð þá einnsaman eftir, og sá þessa hina miklu sýn; en hjá mér var enginn máttur eftir orðinn, minn yfirlitur var til lýta umbreyttur, og eg hélt öngvum styrk eftir.9Eg heyrði málróm hans, og þá eg heyrði þann málróm, leið eg í ómegin niður á mína ásjónu til jarðar.10Þá snart mig hönd nokkur, og hjálpaði mér óstyrkum upp á knén og lófana.11Hann sagði til mín: ástkæri Daníel, tak eftir þeim orðum, sem eg tala við þig: statt á fætur, því eg em einmitt til þín sendur; og sem hann hafði talað þetta til mín, stóð eg upp skjálfandi.12Því næst sagði hann til mín; óttast ekki, Daníel! því frá því fyrst að þú hneigðir hug þinn til að öðlast upplýsingu, og þú lítillættir þig fyrir þínum Guði, eru þín orð heyrð, og em eg þeirra vegna hingað kominn.13Persaríkishöfðingi (varðengill) stendur í móti mér í 21 dag, en sjá! Mikael, einn af þeim æðstu höfðingjum (höfuðenglum), kemur mér til hjálpar, svo að mér mun veita betur í viðskiptum við konungana þar í Persalandi;14en nú em eg kominn til að fræða þig á því, sem síðar meir mun fram koma við landsmenn þína; því einnig þessi vitran á sér langan aldur.15Meðan hann talaði þessum orðum til mín, horfði eg til jarðar, og varð orðlaus.16En sjá! þá kom einhvör í mannslíki, og snart varir mínar; lauk eg þá upp munni mínum, og tók til að mæla, og sagði til þess, sem frammi fyrir mér stóð: „sökum sýnarinnar er megn ótti yfir mig kominn, herra, og minn styrkur er þrotinn.17Hvörsu má þessi þinn þjón, herra, mæla við slíkan sem þú ert, herra? Eins og eg nú er á mig kominn, helst enginn styrkur við í mér, og enginn lífsandi er í mér eftir orðinn“.18Sá, sem í mannslíki var, snart mig þá aftur, styrkti mig,19og sagði: „óttastu eigi, elskumaður! friður sé með þér! vert öruggur og ókvíðinn“! og meðan hann talaði við mig, fann eg styrk í mér, og sagði: tala þú, herra, því þú hefir mig styrkvan gjört.20Hann mælti: veistu, hvörs vegna eg em til þín kominn? eg mun bráðum aftur hverfa, til þess að eiga baráttu við varðengil Persalands, og þegar eg fæ henni lokið, sjá! þá mun koma varðengill Grikklands.21Samt vil eg gjöra þér kunnugt, hvað skrifað stendur í sannleikans bók. Og þar er ekki einn einasti, sem veiti mér lið móti þessum (varðenglum), nema Mikael, varðengill yðar.

V. 5. a. Ókunnugt hérað, hvar gullnámur hafa verið.