Þeir tólf lærisveinar eru útsendir; Heródes vill sjá Jesúm; postularnir koma aftur; Kristur kennir, læknar, mettar fimm þúsundir manna. Pétur játar Jesúm vera Guðs Son. Jesús talar um sína pínu, um sjálfs afneitun og sitt ríki; forklárast á fjalli; læknar tunglsjúkan; segir sína pínu fyrir; talar um auðmýkt, og ótilhlýðilegt vandlæti, og um það, hvörs hans fylgjarar mættu vænta.

1Síðan kallaði hann þá tólf saman, og gaf þeim vald og ráð yfir öllum djöflum, og til að lækna sóttir,2og sendi þá til að boða lærdóminn um Guðs ríki, og til að græða sjúka, og mælti:3ekkert skuluð þér taka með yður, hvörki staf eður tösku, til ferðarinnar, og ekki brauð eður silfur, og ekki tvo kyrtla.4Þegar þér hafið tekið yður aðsetur á einu heimili, þá verið þar til þess þér farið þaðan.5En vilji einhvör ekki veita yður viðurtöku, þá farið burt úr þeirri borg og hristið duft af fótum yðrum, til vitnis gegn þeim.6En þeir fóru á stað og ferðuðust um þorpin, boðuðu gleðiboðskapinn, og læknuðu allstaðar.
7En sem fjórðungshöfðinginn Heródes fékk að heyra um allt það, sem Jesús hafði gjört, vissi hann ekki hvað hann átti að gjöra sér í hugarlund, því sumir sögðu, að Jóhannes væri endurlifnaður,8aðrir að Elías væri kominn, og sumir, að einn af þeim gömlu spámönnum væri risinn upp.9Sagði hann þá: Jóhannes hefi eg látið hálshöggva, en hvör er þessi, af hvörjum eg heyri þessa hluti? og hann langaði til að sjá hann.
10Þá komu lærisveinar Jesú, sem hann hafði sent frá sér, til baka, og sögðu honum frá, hvað þeir höfðu aðhafst; fór hann þá með þeim einslega í eyðistað nokkurn hjá borginni Betsaídu;11en er fólkið varð þess vart, fylgdi það eftir honum, og veitti hann því viðurtöku, og kenndi því um Guðs ríki, og læknaði þá, er þess þurftu við.12En er degi tók að halla, komu þeir tólf til hans, og báðu að hann léti fólkið fara frá sér, svo það færi í þorpin og landsbyggðina þar í kring, og leitaði sér náttstaðar og matar, þar þeir væru í óbyggðum.13Þá sagði hann við þá: gefið þér þeim mat. Þeir mæltu: ekki höfum vér nema fimm brauð og fiska tvo, nema ef vér eigum að fara og kaupa öllum þessum mannfjölda mat;14því þar voru hér um fimm þúsundir manna. Þá segir hann við lærisveina sína: látið þér þá setjast niður í hópa, fimmtíu í hvörjum hóp;15þeir gjörðu svo, og létu þá alla setjast niður.16Þá tók hann þau fimm brauð og tvo fiska, leit upp til himins, gjörði Guði þakkir, braut þau, og fékk þau lærisveinunum, að þeir legðu þau fyrir fólkið,17mötuðust þeir allir og urðu saddir; vóru þá uppteknar leifarnar og voru það tólf karfir fullar.
18Einhvörju sinni, er hann var einnsaman á bæn, og lærisveinar hans hjá honum, spurði hann þá, hvörn fólkið áliti hann að vera.19Þeir sögðu: sumir ætla, að þú sért Jóhannes skírari, aðrir Elías, og sumir að einn af þeim gömlu spámönnum sé upprisinn.20Þá sagði hann: en hvör ætlið þér eg sé? Pétur mælti: vér ætlum, að þú sért Kristur Guðs.21Þá lagði hann ríkt á við þá, að þeir ekki segðu nokkrum frá því,22því mannsins Sonur—sagði hann—á margt að líða, verða útskúfaður af öldungunum og þeim æðstu prestum og enum skriftlærðu, líflátast, en upprísa á þriðja degi.23Síðan sagði hann til þeirra allra: hvör, sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki á sig sinn kross hvörs daglega, og fylgi mér eftir;24því hvör, sem vill fá borgið lífi sínu, mun týna því; og hvör, sem lætur líf sitt mín vegna, hann mun frelsa það;25því að hvörju gagni kæmi það, þótt maður eignaðist allan heiminn, en týndi sjálfum sér, og skaðaði sig?26Því hvör, sem lætur sér minnkun þykja að mér og minni kenningu, að þeim mun og Mannsins Syni minnkun þykja, þegar hann kemur með vegsemd sinni og Föður síns og helgum englum.27En eg segi yður: að nokkrir af þeim, sem hér eru nú viðstaddir, munu ekki deyja fyrr en þeir sjá Guðs ríki.
28Hér um átta dögum eftir að hann talaði þetta, tók hann með sér Pétur, Jóhannes og Jakob, og fór upp á fjall nokkurt til að gjöra bæn sína.29Þá skeði það, er hann var á bæninni, að yfirlitur hans umbreyttist, og klæði hans urðu ljómandi hvít.30Þar birtust tveir menn í ljóma, er töluðu við hann;31voru það þeir Móses og Elías, töluðu þeir um hans tilkomanda líflát í Jerúsalem.32En Pétur og þeir, sem með honum voru, voru yfirkomnir af svefni; og er þeir vöknuðu, sáu þeir ljómann af honum, og þá tvo menn, er hjá honum voru.33En þegar þeir skildust við hann, mælti Pétur við Jesúm: gott er oss hér að vera, Meistari! látum oss slá hér þremur tjöldum, einu handa þér, öðru handa Mósi, og enu þriðja handa Elíasi, því ekki vissi hann, hvað hann sagði.34En er hann var þetta að mæla, kom ský og skyggði yfir þá, urðu þeir hræddir, er þeir komu inn í skýið;35kom þá rödd úr skýinu, er sagði: þessi er Sonur minn elskulegur, hlýðið þér honum.36En í því röddin kom, fundu þeir Jesúm einan. Um þetta þögðu þeir, og sögðu á þeim dögum engum frá, hvað þeir höfðu séð.
37Deginum eftir, er þeir fóru niður af fjallinu, kom mikill fjöldi fólks á móti honum,38kallaði þá maður nokkur úr flokkinum og sagði: Meistari! eg bið þig, lít þú náðarsamlega til sonar míns, því hann er einkabarn mitt.39Því sjá, þegar andinn hrífur hann, hrín hann strax upp, og teygist sundur og saman með froðufalli, og varla víkur andinn frá honum, þá hann tekur til að kvelja hann.40Eg bað lærisveina þína, að þeir rækju hann út, en þeir gátu það ekki.41Þá mælti Jesús: þú trúarlausa og rangsnúna þjóð! hvörsu lengi skal eg vera með yður og umbera yður; fær þú hingað son þinn!42En er hann kom, hreif hinn illi andi hann og teygði hann sundur og saman. Hastaði þá Jesús á hinn óhreina anda og læknaði sveininn og gaf hann aftur föður sínum;43en allir undruðust Guðs mikla mátt.
En er allir vóru nú að furða sig yfir öllu því, sem Jesús gjörði, tók hann svo til orða, við lærisveina sína:44takið eftir þessum orðum: Mannsins Sonur á að ofurseljast í manna hendur.45En þeir skildu það ekki, og það var svo hulið fyrir þeim, að þeir skynjuðu það ekki, en þorðu þó ekki að spyrja hann að, hvað hann meinti með því.
46Einhvörju sinni kom þræta meðal þeirra um það, hvör þeirra væri mestur.47En er Jesús varð var við þeirra hugrenningar, tók hann barn eitt og setti það hjá sér,48og sagði við þá: hvör, sem veitir þessu barni viðurtöku mín vegna, það er sem veitti hann mér viðurtöku, en hvör hann veitir mér viðurtöku, hann veitir og þeim viðurtöku sem mig sendi; því sá af yður, sem lætur minnst yfir sér, hann mun mikill verða.49Þá sagði Jóhannes: Meistari! vér sáum mann nokkurn, sem í þínu nafni rak út djöfla, og vér bönnuðum honum það, þar sem hann ekki var af vorum flokki.50Jesús mælti: bannið það ekki, því sá, sem ekki er mót yður, hann er með yður.
51Nú er leið að hans upphafningartíma, a) hélt hann til Jerúsalem, og sendi menn undan sér;52þeir fóru og komu í þorp nokkurt samverskt til að fala honum þar gisting;53en bæjarmenn vildu ekki við honum taka, af því hann ætlaði til Jerúsalem.54En er lærisveinar hans, Jakob og Jóhannes, urðu þess vísir, sögðu þeir: viltú, Herra! að vér bjóðum eldi að falla af himni og tortýna þeim, eins og Elías gjörði.55Þá snerist hann við, ávítaði þá og sagði: vitið þér ekki hvörs anda b) þér eruð?56Ekki er Mannsins Sonur kominn til að tortýna lífi manna, heldur til að frelsa það. Síðan fóru þeir í annað þorp.
57Svo bar við á veginum, að maður nokkur sagði til hans: eg vil fylgja þér, Herra! hvört sem þú fer.58Jesús mælti: refar hafa greni og fuglar skýli, en Mannsins Sonur hefir hvörgi höfði sínu að halla.59Við annan sagði hann: fylg þú mér! hann mælti: leyf mér fyrst, Herra! að fara og grafa föður minn.60Jesús sagði: lát þá dauðu grafa sína dauðu, en far þú og flyt lærdóminn um Guðs ríki.61Enn nú annar sagði: eg vil fylgja þér, Herra! en leyf mér fyrst að fara og kveðja heimilisfólk mitt.62Jesús mælti: enginn sá, sem leggur hönd á plóginn og snýr til baka, er hæfur til Guðs ríkis.

V. 1–6. Matt. 10,5. ff. Mark. 6,7–13. V. 7–9. Matt. 14,1.2. Mark. 6,14–16. V. 10. ff. Matt. 14,13–20. Mark. 6,32–44. Jóh. 6,1–15. V. 18. ff. Matt. 16,13–28. Mark. 8,27–39. V. 28. Matt. 17,1–9. Mark. 9,1–8. V. 37–43. Matt. 17,14–21. Mark. 9,14–29. V. 43. Matt. 17,22.23. Mark. 9,30–32. Sbr. Lúk. 18,31–34. V. 46–50. Matt. 18,1–5. Mark. 9,33–40. V. 51. a. Þ. e. uppstigningar. V. 54. 2 Kóng. 1,10. ff. V. 55. b. Elías var strangur, en það hugarfar, sem Jesús innprentaði, var umburðarlyndi. V. 62. Útbreiðsla kristninnar krefur, að menn hafi ekki hugann á öðru.