Gleði yfir að koma til Jerúsalem.

1Stígandi sálmur af Davíð. Glaður verð eg þegar þeir segja við mig: látum oss ganga í hús Drottins.2Vorir fætur eru (nú þegar) í þínum portum Jerúsalem.3Jerúsalem, þú velbyggða, sem borg samtengd.4Þangað fara kynkvíslirnar, Drottins kynkvíslir, það eru lög fyrir Ísrael, til að prísa nafnið Drottins.5Því þar standa dómstólar, Davíðs húss stólar.6Óskið Jerúsalem heilla! hafi þeir lukku, sem elska þig.7Friður sé innan þinna veggja, rósemi í þínum höllum,8fyrir vina minna og bræðra sakir, segi eg: friður sé með þér!9fyrir sakir hússins vors Drottins, vors Guðs, vil eg leita þíns besta, (óska þér góðs).