Móti falsspámanni nokkrum Hananía.

1Og það skeði á því sama ári, í byrjun ríkisstjórnar Sedekía, Júdakóngs, á fjórða ári í fimmta mánuði, að Hanania, spámaður, sonur Assurs frá Gibeon sagði við mig, í Drottins húsi, í áheyrn prestanna og alls fólksins, og mælti:2Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: eg sundurbrýt ok kóngsins af Babel.3Innan tveggja ára flyt eg á þennan stað aftur öll áhöld Drottins húss, sem Nebúkadnesar, kóngur í Babel, tók burt af þessum stað, og flutti til Babel.4Og Jekonia, Jójakimsson, Júdakonung, og alla þá af Júda, sem með honum voru herleiddir, sem komu til Babel, þá flyt eg til baka á þennan stað, segir Drottinn; því eg mun sundurbrjóta ok kóngsins af Babel.
5Þá sagði Jeremías spámaður við Hanania spámann, í áheyrn prestanna og í áheyrn alls fólksins, sem þar stóð í húsi Drottins,6og Jeremías, spámaður, mælti: svo sé það! Drottinn gjöri það! Drottinn láti orð þín rætast, sem þú spáðir, að hann flyti til baka áhöld Drottins húss og alla hertekna frá Babel á þennan stað.7Heyr aðeins þetta orð, sem eg tala fyrir þínum eyrum, og fyrir eyrum alls fólksins!8Þeir spámenn sem voru á undan mér og undan þér frá alda öðli, þeir spáðu móti mörgum löndum og stórum kóngsríkjum, um stríð og óhamingju og drepsótt.9Sá spámaður sem spáir friði, ef orð spámannsins rætast, verður þekktur sem spámaður, sem Drottinn hafi sannarlega sent.10Þá tók Hanania spámaður okið af hálsi Jeremía spámanns og braut það í sundur.11Og Hanania mælti í áheyrn alls fólksins og sagði: svo segir Drottinn: eins skal eg sundurbrjóta, innan tveggja ára, ok Nebúkadnesars kóngs af Babel, af hálsi allra þjóða. Og Jeremías spámaður gekk sinn veg.
12Og orð Drottins kom til Jeremías, eftir að Hanania spámaður hafði brotið okið af hálsi Jeremía spámanns, og sagði:13far og seg Hanania, og mæl: svo segir Drottinn: ok af tré hefir þú sundurbrotið, en í þess stað gjört járnok.14Því svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: Járnok legg eg á háls allra þessara þjóða, að þær þjóni Nebúkadnesar, Babelskóngi, og þær munu honum þjóna; og líka gef eg honum merkurinnar villudýr.
15Og Jeremías spámaður sagði við Hanania spámann: heyrðu nú, Hanania! ekki hefir Drottinn sent þig, og þú hefur komið inn hjá þessu fólki trausti til lyga:16því segir Drottinn svo: sjá! eg kem þér burt af jörðinni; á þessu ári deyr þú, því þú hefur (komið fólki til að falla frá Drottni með þínu tali) talað fráfall gegn Drottni.17Og Hanania spámaður dó á sama ári, í sjöunda mánuði.