Abram fær fyrirheit um erfingja.

1Eftir þessa daga skeði orð Drottins til Abrams í sýn, og mælti: óttast þú ekki, Abram! eg er þinn skjöldur og mjög mikil laun.2Og Abram mælti: Herra minn, Drottinn! hvað ætlar þú að gefa mér? fari eg héðan barnlaus, verður Eleasar frá Damaskus eigandi míns húss.3Og hann mælti (enn framar): sjá! þú hefir mér ekkert afkvæmi gefið, og sonur míns húss verður minn erfingi.4Og sjá! orð Drottins skeði til hans og mælti: Ekki skal hann vera þinn erfingi, heldur sá sem af þér mun getinn verða, hann mun erfa þig.5Og hann leiddi hann út og mælti: skoða þú himininn og tel þú stjörnurnar! ef þú getur talið þær. Og hann sagði til hans: svo (margt) skal þitt afkvæmi vera.6Og hann trúði Drottni, og hann reiknaði honum það til réttlætis.7Og hann sagði til hans: Eg em Drottinn sem útleiddi þig frá Ur í Kaldea, til þess að gefa þér þetta land til eignar.8Og hann mælti: Herra, Drottinn! Hvar af get eg vitað, að eg muni það eignast?
9Og hann mælti til hans: færðu mér þrévetra kú og þrévetra geit og þrévetran hrút, og turtildúfu og unga dúfu.10Og hann færði honum allt þetta, og skipti því í tvo jafna hluti, og lagði hvern hlutinn gegnt öðrum; en fuglunum skipti hann ekki.11Og hræfuglarnir flugu að (ætinu), en Abram fældi þá burt. (Jer. 34,18.19.)12En er sólin var að ganga undir, féll þungur svefnhöfgi yfir Abram, og þá, ótta miklum, og myrkri sló yfir hann.
13Þá sagði hann (Drottinn) til Abrams: vita skaltu fyrir víst, að þinn ættleggur mun verða framandi í því landi, sem hann á ekki; þar munu menn þjá hann og plága í 400 ár;14en eg mun líka straffa þá þjóð sem þeir verða að þjóna, og þar eftir skulu þeir fara þaðan með mikil auðæfi.15En þú skalt koma í friði til þinna feðra og þú skalt verða jarðaður í góðri elli.16Þeir munu koma hingað aftur að liðnum fjórum mannsöldrum, því ranglæti Amóritanna, er enn ekki komið á hæstu tröppu.17Og sem sólin var gengin undir og dimmt var orðið: sjá! þá fór reykur sem úr ofni, og eldslogi, um þessi stykki.18Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: þínu afkvæmi hefi eg gefið þetta land, frá Egyptalandsánni, til árinnar hinnar miklu til Frat;19land Kenítanna og Kenesitanna og Kadmonitanna,20og Hetitanna og Feresitanna og Refitanna,21og Amóritanna og Kananitanna og Gergesitanna og Jebusitanna.

V. 13. Post. gb. 7,6.7.