För Gyðinga yfir Jórdan.

1Um morguninn var Jósúa snemma á ferli, og fór með allan Ísrael frá Sittim til Jórdanar, og voru þar um nóttina, áður þeir færi yfir um.2En þremur dögum síðar gengu höfuðsmennirnir um herbúðirnar,3og skipuðu fólkinu: þegar þér sjáið sáttmálsörk Drottins yðar Guðs, og prestana Levítana bera hana, þá farið af stað og fylgið henni;4látið þó tveggja þúsund álna langt bil vera millum yðar og hennar, og gangið ekki nær henni, svo þér megið sjá þann veg sem þér eigið að fara. Því þann veg hafið þér ekki fyrr farið.5Þá sagði Jósúa fólkinu: helgið yður, því á morgun mun Drottinn gjöra dásemdarverk, mitt á meðal yðar.6Prestunum sagði hann: berið sáttmálsörkina, og gangið á undan fólkinu! þeir tóku þá sáttmálsörkina, og gengu á undan fólkinu.7En Drottinn sagði til Jósúa: í dag mun eg taka til að mikla þig, að öllum Ísraelítum ásjáendum, svo þeir viti, að eg er með þér, eins og eg var með Móses.8En bjóð þú prestunum, sem bera sáttmálsörkina: þegar þér fyrst stígið fæti í Jórdanarvatn, þá standið þar kyrrir.9Þá sagði Jósúa til Ísraelsbarna: komið hingað, og heyrið orð Drottins yðar Guðs:10þar af—sagði hann—skuluð þér sjá, að sá lifandi Guð er meðal yðar, og að hann vissulega mun frá yður útreka Kananíta, Hetíta, Hevíta, Feresíta, Gergeasíta, Amoríta og Jebúsíta.11Sjá! sáttmálsörk hans, sem er Drottinn allrar veraldar mun á undan yður fara yfir um Jórdan,12takið nú tólf menn af kynkvíslum Ísraels, einn mann af hvörri ættkvísl;13og þegar prestarnir, sem bera sáttmálsörk Drottins allrar veraldarinnar Herra, hvíla fætur sína í Jórdanarvatni, þá skal vatn Jórdanar kljúfast, vatnið, sem að ofan kemur, skal standa sem veggur.14Þegar fólkið nú fór úr tjöldum sínum til að fara yfir um Jórdan, þá tóku prestarnir upp sáttmálsörkina í augsýn fólksins.15Og þegar þeir, sem örkina báru, komu að Jórdan, og drápu fótum sínum fremst í vatnið, (en Jórdan flóði allan uppskerutímann upp á bakka)16þá stóð vatnið, sem ofan að kom, kyrrt, og hóf sig upp sem veggur mjög langt frá, við þann stað Adam sem er til hliðar við Sarthan, en það sem rann niður að Eyðimerkurhafinu eða Saltahafinu, rann allt til þurrðar; og fólkið fór yfir um gegnt Jeríkó.17En prestarnir sem báru sáttmálsörk Drottins, stóðu á þurru, mitt í Jórdan, og allur Ísrael gekk yfir um á þurru, þar til allt fólkið var yfir Jórdan komið.