Sama efni.

1Og eftir þennan kom Natan (upp) á dögum Davíðs.2Eins og fitan er aðskilin frá þakkarfórninni, svoleiðis Davíð frá Ísraelssonum.3Hann lék við ljón eins og við kiðlinga, og við birni eins og lömb.4Vann hann ekki á risanum, í sinni æsku, og rak af fólkinu skömmina,5þá hann hóf sína hönd með slöngu steini og lægði Golíats dramb?6því hann ákallaði Drottin, þann æðsta, og hann gaf hans hægri hendi styrk, til að drepa þann sterka stríðsmann, og til að hefja horn síns fólks.7Þannig vegsamaðist hann fyrir 10 þúsundir og var sæmdur með Drottins blessan, í því honum var færð dýrðarinnar kóróna.8Því hann sundurmolaði óvinina allt um kring, og afmáði Filisteana, sína mótstöðumenn: allt til þessa dags hefir hann brotið þeirra horn.9Hann galt þakkargjörð fyrir hvört sitt verk.10Þeim heilaga og þeim æðsta söng hann lof með dýrðlegum orðum, af öllu hjarta, og elskaði sinn skapara.11Hann setti söngmenn við altarið, og af rödd þeirra sætna sálmarnir a).12Hann gjörði hátíðirnar sómasamlegar og prýddi tíðirnar sem ágætlegast, því þeir lofuðu hans (Guðs) heilaga nafn, og frá því snemma dags heyrðist hljómur úr helgidóminum.13Drottinn fyrirgaf honum hans syndir, og hóf upp hans horn að eilífu, og gaf honum kóngasáttmála (fyrirheit) og dýrðarhásæti í Ísrael.
14Eftir hann kom hans vitri sonur, og sakir (föðursins) b) átti hann náðuga daga.15Salómon ríkti á friðardögum, því Guð gaf honum ró allt um kring, svo að hann gæti byggt hús hans nafni, og tilbúið helgidóm að eilífu.16Hvörsu vitur varst þú í þinni æsku og fullur hygginda eins og vatnsfall!17þinn andi þakti jörðina og fyllti hana með gátnalíkingum. Allt til fjærlægra eyja komst þitt nafn, og þú varst elskaður sökum þíns friðar.18Héröðin dáðust að þér, fyrir þín ljóð, snillyrði, líkingar og útleggingar.19Í nafni Drottins Guðs, sem heitir Ísraels Guð,20safnaðir þú gulli sem tini, og upphrúgaðir silfri sem blýi.21Þú faðmaðir konur og misstir vald yfir þínum líkama.22Þú settir skemmdarflekk á þína frægð, og vanhelgaðir þitt sæði, svo að þú leiddir reiði yfir þín börn—sárt sker mig þín fásinna—23svo að herradæmið skiptist, og óhlýðugt ríki hófst af Efraim (1 Kgb. 12,16).24f) En Drottinn lætur ei af sinni miskunnsemi, og fyrirfer engu sínu verki; ekki heldur afmáir hann afkomendur sinna útvöldu, og upprætir ekki sáð þess, sem hann elskar.25Og hann gaf Jakob leifar og Davíð rót af honum sjálfum.26Og Salómon lagðist fyrir til hvíldar með sínum feðrum,27og eftirlét einn af sínu kyni, fólksins afglapa28skilningslausan, Róbóam, sem með sínu ráði, kom fólkinu til að ganga undan sér;29og Jeróbóam Nebatsson, sem leiddi Ísrael til syndar, og vísaði Efraim á syndarinnar veg.30Og þeirra Efraimítanna syndir margfölduðust mjög, svo þeir voru reknir úr sínu landi;31þeir sóttust eftir allri vonsku, þangað til hefndin kom yfir þá.

V. 11. a. Sú danska útlegging bætir við: Og þeir skyldu daglega lofa (Guð) með hans sálmum. V. 14. b. Eiginl: tjaldaði á víðlendi.