Djöfullinn er bundinn. Þúsund ára ríkið. Djöfullinn látinn laus um stund og kastað í díkið. Dómurinn.

1Þá sá eg engil stíga niður af himni, hann hélt á lykli afgrunnsins og stórum fjötri í hendinni.2Hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár,3kastaði honum í afgrunnið, læsti aftur og setti innsigli yfir, svo hann ekki afvegaleiddi þjóðirnar framar, uns þúsund ár væru liðin; en að þeim liðnum á hann að leysast um stuttan tíma.
4Þá sá eg a) hásæti; þeim, sem á þeim sátu, b) var gefið dómsvald. Líka sá eg sálir þeirra, sem c) höfðu verið hálshöggnir fyrir vitnisburð Jesú og orð Guðs, og þeirra, sem d) ekki höfðu tilbeðið dýrið eða þess líkneskju og ekki höfðu þess merki á ennum sér eða hendi. Þeir e) lifðu og ríktu með Kristi um þúsund ár.5En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr, en þau þúsund ár voru liðin. Þetta er sú fyrri upprisa.6Sæll og heilagur er sá, sem hlutdeild tekur í þeirri fyrri upprisu; yfir þeim hefir sá annar dauði ekkert vald, heldur munu þeir vera kennimenn Guðs og Krists og ríkja með honum þúsund ár.
7En þegar þau þúsund ár eru liðin, verður Satan leystur af fangelsinu.8Þá mun hann útganga til að f) afvegaleiða þjóðirnar í þeim fjórum heims endum, G o g og M a g o g, og g) safna þeim til stríðs; mergð þeirra er, sem sjávarsandur.9Þeir fóru upp á flatlendið og h) umkringdu herbúðir heilagra og i) þá elskuðu borg. En þá fór eldur af himni ofan, og eyddi þeim.10En k) djöflinum, sem afvegaleiddi þá, var kastað í það logandi brennisteinsdíki, þar sem dýrið var og falsspámaðurinn; þar munu þau l) kveljast dag og nótt um allar aldir.
11Þá sá eg mikið hásæti hvítt, og þann, sem m) á því sat; en fyrir n) sjón hans hvarf himinn og jörð, svo o) engar eftirstöðvar voru.12Eg sá þá dauðu, p) smáa og stóra, standa frammi fyrir hásætinu, og q) bókunum var lokið upp. Þá var annarri bók lokið upp, það var lífsins bók; og voru þeir dauðu dæmdir r) eftir þeirra verkum, sem skrifuð voru í bókunum.13Sjórinn skilaði aftur þeim dauðu, sem í honum voru, og hvör þeirra var dæmdur eftir sínum verkum.14s) Dauðanum og helju var kastað í elddíkið; þetta elddíki er sá t) annar dauði.15Og honum var kastað í elddíkið.

V. 1. Kap. 1,18. V. 2. 2 Pét. 2,4. Opinb. b. 12,9. V. 3. Kap. 16,14. V. 4. a. Matt. 19,28. Lúk. 22,30. Opinb. b. 5,10. b. 1 Kor. 6,2.3. Opinb. b. 3,21. c. Kap. 6,9.10. 13,15. d. Kap. 14,4. e. 1 Kor. 15,23. V. 5. 1 Tess. 4,16. V. 7. v. 3.5. V. 8. f. v. 3. g. Kap. 16,14. V. 9. h. Esa. 31,4.5. i. Kap. 21,10. fl. V. 10. k. Dan. 7,11. Opinb. b. 19,20. l. Kap. 14,10.11. V. 11. m. Kap. 21,5. n. 2 Pét. 3,20. o. Kap. 12,8. V. 12. p. Kap. 11,18. q. Kap. 3,5. r. Róm. 2,6. 1 Kor. 3,8. V. 14. s. 1 Kor. 15,26.54.55. Opinb. b. 6,8. t. Kap. 21,8. V. 15. Matt. 25,41.