Auðmýkt. Rómsemi. Von.

1Uppgöngusálmur Davíðs. Drottinn! mitt hjarta er ekki drambsamt, og mín augu eru ekki stórlátleg, og eg fæst ei við það, sem ofmikið er fyrir mig, og mér ofvaxið.2Hefi eg ekki gjört sál mína kyrrláta og rólega; eins og barnið við móðurinnar brjóst, þegar það er vanið af brjósti, eins og það afvanda barn, svo er mín sál í mér.
3Vona á Drottin, Ísrael! frá því nú er og til eilífrar tíðar.