Þrælaskyldur. Falskennendalærdómur leiðir til þrætu og ágirndar. Tímóteus áminnist til guðhræðslu. Hvað hann skuli kenna þeim ríku. Hann gæti trúlega síns embættis en forðist þvætting.

1Ánauðugir þrælar haldi sína drottna alls heiðurs verðuga svo nafn Guðs og lærdómurinn verði ekki fyrir lasti.2Þeir sem trúaða húsbændur eiga fyrirlíti þá ekki vegna þess þeir eru bræður heldur þjóni þess fúslegar vegna þess þeir eru trúaðir og elsku verðir sem þiggja eiga þá trúu þjónustu. Kenn þú þetta og áminn um það.3Hvör sem öðruvísi kennir og ekki fylgir vors Drottins Jesú Krists heilsusama lærdómi og kenningu sem leiðir til guðhræðslu, hann er, þrátt fyrir hroka sinn, fávís4en er fólginn í vafaspurningar og orðadeilur, af hvörjum kvikna öfund, þræta, lastmæli, illir grunir,5ónytjuathafnir hugspilltra manna, hvörjum sannleikurinn er horfinn og sem hafa guðræknina sér til fjárplógs. Þessháttar menn skaltú forðast.6Í sjálfri sér er guðhræðslan mikill ávinningur samfara nægjusemi.7Fyrst vér höfum ekkert innflutt í heiminn þá er það bert að vér ekkert munum þaðan geta burtu haft.8Þess vegna, ef vér höfum fæðu og skýli þá látum oss nægja.9Þeir þar á mót sem ríkir vilja verða falla í freistingar og snörur og margar girndir dárlegar og skaðlegar er niðursökkva mönnum í ólukku og glötun.10Því að auraelskan er rót til alls ills, í hvörja nokkrir hafa svo fíkst að þeir hafa villst frá trúnni og bakað sér mörg harmkvæli.11En þú Guðs maður, umflý þvílíkt en kappkosta réttvísi, guðhræðslu, trú, kærleika, þolinmæði, ljúflyndi.12Berstú trúarinnar góðu baráttu, handsama eilíft líf. Þar til ertú kallaður og þar að vannstu góða játningu í nærveru margra votta.13Eg áminni þig fyrir augliti Guðs sem allt lífgar og Jesú Krists er gjörði þá góðu játningu frammi fyrir Pontíus Pílatus14að þú gætir skyldu þinnar lýtalaust og óaðfinnanlega allt til opinberunar Drottins vors Jesú Krists,15hvörja á sínum tíma mun birtast láta hinn sæli og alleina voldugi konungur konunganna og Drottinn drottnanna,16hann sem einn er ódauðlegur, sem býr í því ljósi er enginn fær til komist, hvörn enginn maður hefir séð. Honum sé heiður og ævinlegt veldi. Amen.
17Bjóð ríkum mönnum þessarar aldar að þeir séu ekki mikillátir og treysti ekki fallvöltum auði heldur lifanda Guði sem veitir oss ríkuglega allt gott til nauðþurftar,18að þeir gjöri gott, séu ríkir af góðverkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum,19safni sér í fjársjóðu góðum stofni til hins ókomna svo þeir öðlist hið sanna líf.20Kæri Tímóteus, gæt þess sem þér er trúað fyrir en forðast vanheilagar hégómaræður og þrætumál speki þeirrar er svo ranglega nefnist,21hvörri nokkrir hafa gefið sig við og eru því trúnni frávilltir orðnir.22Náð sé með þér. Amen.

V. 1. Efes. 6,5. fl. Róm. 2,24. Tít. 2,5.8. V. 2. Það er þeirra samkristnir. V. 4. 1 Kor. 8,2. V. 5. Tít. 1,11. 2 Pét. 2,13. V. 6. Orðkv.b. 15,15.16. 1 Tím. 4,8. V. 7. Job 1,21. Préd. 5,15. Sálm. 49,17–21. V. 8. Orðkv.b. 30,8. Matt. 6,29. V. 9. Orðskv.b. 23,4. 28,20.22. 11,28. Jak. 5,1.5. V. 10. 2 Mós.b. 23,8. 5 Mós. 16,19. Orðskv. 15,16. V. 12. 1 Kor. 9,25.26. Fil. 3,12.14. 2 Tím. 2,5. 4,7. V. 13. Róm. 4,17. Jóh. 18,36.37. V. 15. 5 Mós.b. 10,17. V. 16. 1 Jóh. 1,5. 4,12. 2 Mós. b. 33,20. V. 17. Kap. 5,7. Job 31,24.25. Sálm. 62,11. Matt. 6,19. Lúk. 12,15–20. Jak. 5,2.3. V. 17. Matt. 6,25–34. V. 18. 5 Mós. b. 15,7.10. Lúk. 12,21. Jak. 2,8.14–17. Róm. 12,8. V. 19. Matt. 6,20. Lúk. 16,9.