VI.

Þeir þjónustumenn sem undir okinu eru skulu halda sína drottna í öllum heiðri upp á það að Guðs nafn og lærdómurinn verði ekki lastaður. [ En þeir sem trúaða drottna hafa skulu ekki forsmá þá hinu sömu fyrir það þeir eru bræður heldur skulu þeir því þénugri vera með því þeir hinir eru trúaðir og elskanlegir og velgjörningsins hluttakarar. Þetta kenn og áminn.

Ef að nokkur kennir öðruvís og blífur ekki við heilsusamleg orð vors Drottins Jesú Christi og við þann guðrækilega lærdóm, sá er uppbelgdur og veit ekert heldur er sóttlera í spurningum og orðadeilum, af hverjum uppsprettur öfund, þrætur, guðlastanir, illar óvenjur, misgreiningar þeirra manna sem fordjörfuð hugskot hafa, þeir eð sannleiknum sviptir eru, hverjir það meina að guðrækni muni fjárafli vera. [ Forða þig þeim sem þess konar eru. En það er mikill ávinningur hver hann er guðhræddur og lætur sér sína lukku nægja. Því að vér höfum ekkert innflutt í þennan heim, af því er það opinbert að vér munum ekkert í burt hafa.

En nær vér höfum fæði og klæðnað so látum oss nægja. Því að þeir sem ríkir vilja verða falla í freistni og snörur og í margar fávíslegar og skaðsamlegar girndir, þær eð manninum drekkja í fordjarfan og fordæming. Því að ágirnd er rót alls ills, þeirrar sumir girntust og eru trúnni frávilltir og gjöra sér so sjálfum margar meinsemdir. En þú, Guðs maður, flý þetta og eftirfylg réttlætinu, guðhræðslu, trúnni, kærleikanum, þolinmæðinni, hógværðinni. Berst góðri baráttu trúarinnar, höndla so eilíft líf þar þú einnin ert til kallaður og játað hefur góða játning fyrir mörgum vottum.

Eg býð þér fyrir Guði sem alla hluti lífgar og fyrir Christo Jesú sá undir pontverskum Pilato vottað hefur góða játning það þú varðveitir þetta boðorð án flekkunar, óstraffanlegur, allt til auglýsingar vors Drottins Jesú Christi, hverja sá hinn sæli og alleinasta voldugur mun auglýsa á sínum tímum, konungur konunganna, Drottinn drottnanna, hann sem einnsaman ódauðleikinn hefur, sá sem byggir í ljósinu þar enginn kann til að komast, hvern enginn maður hefur séð né sjá kann, honum sé heiður og ævinlegt veldi. Amen.

Ríkum þessarar veraldar bjóð þú það þeir sé ekki mikillátir og leggi öngva von upp á þennan fallvalta ríkdóm heldur upp á lifanda Guð sem oss gnóglega gefur allsháttað til notnunar og það þeir gjöri nökkuð gott það þeir auðgist í góðum verkum, sé gjafmildir, góðviljaðir, safnandi sér sjálfum í sjóð góðri grundvallan upp á hið tilkomanda svo að þeir höndli eilíft líf. [

Ó Timothee, varðveit það þér er tiltrúað og varast fáfengilegt hégómahjal og kappdeilur falsfrægrar listar hveri að nokkrir fram halda og eru trúnni frávilltir. Náðin sé með þér. Amen.