Lofgjörð eftir fenginn sigur.

1Til hljóðfærameistarans af Koras börnum, ljóðmæli.2Klappið lófum saman allar þjóðir! fagnið fyrir Drottni með gleði hljóm!3Því Drottinn sá æðsti er voldugur, mikill kóngur á allri jörðinni.4Hann lagði fólkið undir oss, og þjóðirnar undir vorar fætur.5Hann valdi oss vorn arf, dýrð Jakobs, sem hann elskaði, (málhvíld).6Guð sté upp með fagnaðarraust, Drottinn með básúnuhljómi.7Syngið fyrir Guði, ó syngið! syngið fyrir vorum konungi, ó syngið!8Því Guð er konungur allrar jarðarinnar. Syngið honum sálma, Guð ríkir yfir þjóðunum.9Guð situr í sínu heilaga hásæti.10Þjóðanna furstar safnast sem fólk Guðs Abrahams, því Guði tilheyra höfðingjar jarðarinnar; hann er mjög upphafinn.