Bæn móti óvinum.

1Á þig Drottin treysti eg, lát mig aldrei til skammar verða!2frelsa mig fyrir þitt réttlæti og losa mig, hneig þitt eyra til mín og hjálpa mér.3Vert þú mér klettavígi sem eg geti ætíð flúið í. Þú hefir mér lofað liðsemd, því þú ert mitt bjarg og borg.4Minn Guð losa þú mig úr hendi hins óguðlega, úr þess hendi sem er ranglátur og undirþrykkir;5því þú ert mitt traust Drottinn, Drottinn! þú ert mín von frá mínu ungdæmi.6Á þig reiddi eg mig staðfastlega frá móðurlífi, þú dróst mig út af lífi minnar móður, um þig er ætíð minn lofsöngur.7Eg er mörgum sem viðundur, en þú ert mitt styrktartraust.8Minn munnur er fullur af þínu lofi, hvörn dag af þinni vegsemd,9útskúfa mér ekki í minni elli og yfirgef mig ekki þá eg hrörna.10Því mínir óvinir tala á móti mér, og þeir sem sitja um mitt líf, þeir bera saman sín ráð,11og segja: Guð hefur yfirgefið hann; eltið hann og grípið, enginn bjargar honum.12Guð vertu ekki langt frá mér, minn Guð! flýttu þér að hjálpa mér.13Láttu þá sneypast og afmást, sem sitja um mitt líf, láttu þá þekjast háðung og hneisu, sem leita minnar ógæfu.14En eg vil ætíð vona, og aldrei hætta að vegsama þig.15Minn munnur skal segja frá þínu réttlæti, hvörn dag frá þínu hjálpræði, því eg veit enga tölu (þar á).16Eg vil innganga (í musterið) með míns herra Drottins lofgjörð, eg vil aðeins hrósa þínu réttlæti.17Guð þú hefir menntað mig frá barndómi, og inn til þess nú kunngjöri eg þínar dásemdir.18En yfirgef mig þá ekki, ó Guð! í ellinni gráhærðan, þangað til eg fæ kunngjört þinn mátt þessari kynslóð, og þinn kraft allri þeirri sem koma mun.19Því þitt réttlæti nær, ó Guð! í hæðina, þú Guð hefir gjört mikla hluti;20hvör er sem þú? þú hefir látið mig sjá marga raun og ólukku, endurlífga mig aftur, og drag mig aftur úr jarðarinnar afgrunni,21gjör þú mig mikið stóran, og umkringdu mig með huggun,22svo mun eg svo þakka þér með hörpuhljóm fyrir þína trúfesti, minn Guð! Eg skal spila fyrir þér á hörpu, þú Ísraels heilagi.23Mínar varir skulu fagna þegar eg leik á hljóðfæri fyrir þér, og mín sál sem þú hefir endurleyst;24líka skal mín tunga tala daglega þitt réttlæti, því þeir verða vanvirtir og mega skammast sín, sem leita minnar ólukku.