Jesús er ypparsti prestur, fullkomnari en allir aðrir.

1En Melkisedek þessi, er var Salemskonungur og kennimaður Guðs hins hæsta, hvör eð gekk í veg fyrir Abraham og blessaði hann, þá hann sneri heimleiðis frá drápi konunganna,2og hvörjum Abraham skipti tíundum af öllu herfangi sínu, hans nafn má fyrst útleggjast: konungur réttvísinnar og þar næst konungur friðarins, þar hann var konungur í Salem.3Hann hafði hvörki föður né móður, eða ættlegg, hvörki lífs upptök né lífs endir, en líkist í því Syni Guðs, að hann er kennimaður að eilífu.4Virðið nú fyrir yður hvílíkur sá megi verið hafa, hvörjum jafnvel sjálfur forfaðirinn Abraham gaf tíundir af herfangi sínu.5Að vísu hafa þeir af Levíniðjum, er klerkdóm taka, heimild til þess að leggja eftir lögunum, tíundar útsvar á þjóðina, það er: bræður sína, þótt þeir séu af Abraham komnir.6En hér tók sá tíundir af Abraham, sem ekki var Abrahams ættar og blessaði þann, er fengið hafði fyrirheitin.7Því verður þó ekki móti mælt, að sá, sem er minniháttar, blessast af þeim, sem meiriháttar er.8Hér taka dauðlegir menn tíundir, en þar sá, um hvörn vitnað er, að hann æ lifi.9Og Leví, hvörs afkomendur plaga tíundir að taka, hefir—að eg komist svo að orði—mátt svara tíund í Abrahams persónu.10Því sá Melkisedek mætti Abraham, var hann enn í lendum föður síns.11Hefði fullkomnan fengist fyrir þann levítiska kennimannsskap (til hvörs fólkið var bundið með lögum) hvör þörf hefði þá framar á því verið, að nýr kennimaður skyldi tilsetjast líkur Melkisedek en ekki Aron.12Því við umbreytingu kennistéttarinnar hlutu lögin og svo að umbreytast.13En nú er sá, um hvörn þessi spádómur hljóðar, annarrar artar, í hvörri enginn hefir altarinu þjónað.14Því það er alkunnugt, að Drottinn vor er fæddur af Júdæ ætt, fyrir hvörja ætt Móses enga tilskipun hefir gjört, viðvíkjandi kennimanns embættinu.15Og enn auðsjáanlegra er þetta á því, að annar kennimaður framkemur líkur Melkisedek,16hvör ekki hefir öðlast embættið eftir tilskipun þess lögmáls, sem gjörir ráð fyrir dauðlegum kennimönnum, heldur ódauðlegum ypparsta presti;17því svo verður að orði kveðið; þú ert kennimaður að eilífu, eins og Melkisedek.18Svo er þá hið fyrra lögmál aftekið, sökum þess ófullkomlegleika og vanhlítar;19(því það megnaði engan fulkominn að gjöra) en í þess stað innleidd betri von, vegna hvörrar vér getum nálægt oss Guði.20Enn framar að því leyti, sem Jesús var með svörnum eiði innsettur, að því leyti er hann orðinn meðalgangari betri sáttmála.21Aðrir urðu kennimenn eiðlaust,22en þessi þar á móti með eiði þess, sem til hans sagði: Herrann sór og hann skal ekki iðrast þess, þú ert kennimaður að eilífu eins og Melkisedek.23Þeir yppurstu prestar voru margir einn eftir annan, því dauðinn kippti þeim burt,24en þessi heldur stöðugu kennimannsembætti af því hann lifir að eilífu.25Þess vegna getur hann og svo ætíð liðsinnt þeim, þar hann æ lifir til þess að tala þeirra máli.26Þvílíks kennimanns höfðum vér þörf, er heilagur væri og saklaus, óflekkaður, syndurum fráskilinn og orðinn himnunum hærri,27er ekki þyrftu daglega, sem aðrir yppurstu prestar, að færa fórnir, fyrst fyrir sínar eigin, þar næst fyrir fólksins syndir, þetta gjörði hann eitt sinn, þá hann fórnfærði sjálfum sér.28Lögmálið innsetur þá til yppurstu presta, sem hafa mannlegan breyskleika, en orð eiðsins, sem yngra er en lögmálið, tilsetur Soninn, sem að eilífu er fullkominn.

V. 1. 1 Mós. b. 14,18. V. 2. 1 Mós. b. 14,20. V. 4. Post. gb. 2,29. V. 5. 4 Mós. b. 18,21. V. 6. 1 Mós. b. 14,19. Róm. 4,13. V. 9. 4 Mós. b. 18,26. V. 11. v. 18.19. Gal. 2,21. V. 14. 1 Mós. b. 49,10. Rut. 4,17. fl. Esa. 11,1. V. 17. Kap. 5,6. Sálm. 110,4. V. 18. Gal. 4,9. Róm. 8,3. V. 19. Jóh. 1,17. Post. g. b. 13,38.39. Róm. 3,20. Esa. 2,18. 3,12. V. 21. Sálm. 110,4. V. 25. Kap. 9,24. Róm. 8, 34. 1 Jóh. 2,1. V. 26. Kap. 4,14.15. 1 Pét. 2,22. V. 27. 3 Mós. b. 9,7. 16,3.6. fl. Hebr. 9,12.26. V. 28. Kap. 5,1.2. v. 9. Kap. 2,10.