Alexander Balas sigrar Demetríus (Sóter), kvongast, heiðrar Jónatan fyrir liðveislu hans; Jónatan sigrar Appolloníus, hershöfðingja Demetríusar (Nikators).

1Svo bar við árið 160, að Alexander, sonur Antíokuss hins göfga, fór (herför) austur, og tók (borgina) Tólómeu; tóku þeir honum vel, og varð hann þar konungur.2Þegar Demetríus konungur heyrði það, safnaði hann stórmiklum her, og réðist móti honum til stríðs.3Sendi Demetríus bréf til Jónatans, bauð honum frið og mikla tign;4því hann sagði (hugsaði): látum oss verða fyrri til að semja frið við hann, áður en hann bindur tryggð við Alexander móti oss.5Því hann mun muna (oss) allt hið illa, sem vér höfum unnið honum, bræðrum hans og landsmönnum.6Hann gaf honum því leyfi til að safna liði, afla sér herbúnaðar, skyldi hann (Jónatan) vera liðsbróðir hans (Demetríusar), og bauð hann að skila honum gíslunum, sem vóru í víginu.7Jónatan fór til Jerúsalem, og las bréfin í áheyrn alls lýðsins, og þeirra sem voru í víginu.8Urðu þeir (setuliðið í víginu) lafhræddir, er þeir heyrðu, að konungurinn hefði gefið honum leyfi til að safna liði.9Og (varðmennirnir) í víginu skiluðu Jónatan gíslunum, en hann gaf þá foreldrum þeirra.10Jónatan settist nú að í Jerúsalem, og fór að byggja og hressa við borgina.11Bauð hann þeim, sem unnu að þessum störfum, að hlaða upp girðingarnar, og víggirða Síonsfjall umhverfis með sexhyrndum steinum, og gjörðu þeir það.12Þá flúðu útlendingarnir, sem voru í víggirðingunum, er Bakkides hafði gjört.13Og sérhvör yfirgaf sinn bústað, og fór til síns lands;14nema í Betsúru urðu nokkrir eftir, sem höfðu fallið frá lögmálinu og (þess) boðum, því þeir höfðu þar hæli.
15Þegar Alexander konungur frétti, hvörja góðkosti Demetríus hefði boðið Jónatan, og menn sögðu honum frá þeim orrustum og afreksverkum, sem hann hefði unnið, og bræður hans, og hve erfitt þeir hefðu átt;16þá sagði hann: munum vér nokkurn tíma finna þessa manns líka? skulum vér nú gjöra hann að vini vorum og liðsbróður.17Og hann skrifaði honum til svohljóðandi bréf, og sendi með það til hans:18„Alexander konungur heilsar bróður sínum Jónatani!19Vér höfum frétt af þér, að þú sért voldugur maður, og hæfur til að vera vinur vor.20Nú höfum vér í dag gjört þig að æðsta presti meðal þjóðar þinnar, og skalt þú nefnast vinur konungsins—hann sendi honum líka skarlatsklæði og gullkrans (kórónu)—skalt þú veita oss fylgi og halda vináttu við oss“.21Og Júdas klæddist enum helga kyrtli í sjöunda mánuðinum árið 160, á laufskálahátíðinni; hann safnaði liði, og aflaði sér mikils herbúnaðar.
22Þegar Demetríus frétti þessa viðburði, varð hann hryggur og mælti:23Hví höfum vér bakað oss það, að Alexander hefir orðið fyrri til enn vér, að semja vináttu við Gyðinga, sér til styrks?24Eg skal líka skrifa þeim til upphvatningar(bónar)bréf, og lofa þeim upphefð og fégjöfum, svo þeir verði með mér til liðveislu.25Hann skrifaði þeim því svolátandi bréf: „Demetríus konungur heilsar Gyðingaþjóð!26Vér höfum með fögnuði heyrt, að þér hafið haldið sáttmálann við oss, og staðið stöðugir í vináttu vorri, en ekki lagt lag yðar við óvini vora.27Verið nú einnin hér eftir stöðugir í því, að halda tryggð við oss, munum vér þá launa yður góðu það liðsinni er þér veitið oss;28og vér skulum gefa yður upp margar kvaðir, og sæma yður gjöfum.29Og nú gef eg yður fría, og öllum Gyðingum gef eg upp skattana, salttollinn og konungsskattinn.30Og í staðinn fyrir (að þér hafið greitt) þriðjunginn af korninu, og helminginn af trjávöxtunum, sem mér ber, þá sleppi eg frá þessum degi og héðan í frá að láta heimta það úr Júdeu landi, og úr þeim þremur héröðum sem heyra því til, (en gengið hafa) frá Samaríu og Galíleu; og (þetta standi) frá yfirstandandi degi, og til eilífrar tíðar.31Og Jerúsalem skal vera (frið)helg og frí, og hennar takmörk, fyrir tíundum og sköttum.32Eg sleppi líka yfirráðunum yfir víginu í Jerúsalem, og gef þau, æðsta prestinum, að hann setji þangað menn, er hann útvelur, til að varðveita það.33Og sérhvörjum manni af Gyðingum, sem hertekinn hefir verið, (og fluttur) frá Júdeulandi í allt ríki mitt, gef eg lausn og frelsi kauplaust, og allir skulu þeir vera fríir frá sköttum, jafnvel af fénaði sínum.34Og allar hátíðir og hvíldardagar og tunglkomuhelgar, og ákveðnir (helgi)dagar, og þrír dagar á undan (hvörri) hátíð, og þrír dagar eftir hátíðina, skulu allir vera skattlausnar- og frelsisdagar fyrir alla Gyðinga, sem eru í ríki mínu;35skal enginn hafa vald til að gjöra (þeim mein) eða hindra nokkurn þeirra í nokkurum hlut.36Líka skal velja þrjátíu þúsundir manns af Gyðingum til að ganga í konungsins lið, og skal þeim verða gefinn máli, eins og sæmir öllu liði kóngsins.37Sumir þeirra skulu settir verða yfir konungsins stóru víggirðingar, og sumir af þeim skipaðir til að gegna ríkisins nauðsynjum, sem trúlega þarf að rækja; og yfirmenn þeirra og fyrirliðar skulu vera (nokkrir) af sjálfum þeim; þeir skulu fara eftir sínum eigin lögum, eins og kóngurinn hefir skipað í Júdeulandi.38Og hvað viðvíkur þeim þremur héröðum, sem lögð eru til Júdeu frá Samaríufylki, þá skulu þau tilheyra Júdeulandi, svo þau séu álitin að vera undir eins manns stjórn, og hlýði engu valdi nema æðsta prestsins.39Tólómeu og plássið sem henni tilheyrir, hefi eg gefið helgidóminum í Jerúsalem, að gáfu, til sæmilegs kostnaðar upp á helgidóminn.40Eg gef líka (ætla að gefa) á ári hvörju fimmtán þúsund sikla silfurs af konungsins tekjum, af þeim stöðum sem honum tilheyra.41Og allt það sem umfram er, sem féhirðararnir hafa ekki greitt, eins og á fyrstu árunum, það skulu þeir nú greiða héðan í frá til byggingar (Guðs) hússins.42Hvað ennfremur viðvíkur þeim fimm þúsund siklum silfurs, sem eg dró af tekjum helgidómsins, eftir hvörs árs reikningum, þá skal einnig þessu verða skilað aftur, af því það tilheyrir hinum þjónandi prestum.43Og allir sem flýja kunna í musterið í Jerúsalem, og í öll þess takmörk, er þeir eru skyldugir um konungsskatt eða hvað annað, þá skulu þeir fá lausn, með öllu sem þeir eiga í ríki mínu.44En til að byggja og hressa við helgidóminn, skal kostnaðurinn greiðast af tekjum konungsins;45og til að hlaða Jerúsalemsborgarveggi, og víggirða hana hringinn í kring, skal kostnaðurinn einnig greiddur verða af tekjum konungsins, sömuleiðis til þess að byggðar verði girðingarnar í Júdeu.“
46En þegar Jónatan og fólkið heyrði þessi ummæli, þá trúðu þeir þeim ekki, né gáfu þeim gaum, því þeir minntust þeirrar miklu ólukku, sem hann (Demetríus) hafði gjört Ísraelsmönnum, er hann þjakaði þeim ákaflega.47En þeim geðjaðist vel að Alexander, af því hann hafði orðið fyrri til að bjóða þeim frið og vóru þeir með honum alla ævi hans.48Alexander konungur safnaði miklu liði, og setti herbúðir gegnt Demetríusi.49Lögðu nú báðir konungarnir til orrustu, flýði lið Demetríusar, en Alexander elti hann, og varð þeim yfirsterkari.50Herti hann mjög á orrustunni, þangað til komið var sólarlag, og féll Demetríus á þeim sama degi.
51Alexander sendi sendiherra til Tólómeusar, Egyptalandskonungs, með svo hljóðandi skilaboð:52Þar eð eg er nú kominn aftur í kóngsríki mitt, og sestur í hásæti feðra minna, og búinn að ná völdum, og vinna á Demetríusi, og leggja undir mig land vort—53því eg átti við hann orrustu, féll hann, og lið hans fyrir oss, en vér settumst í hásætið í hans kóngsríki:—54Þá skulum við nú binda vináttu með okkur, og gefir þú mér dóttur þína fyrir konu, að eg mægist við þig, skal eg þá gefa þér gjafir, og henni, samboðnar þér.55Tólómeus konungur, gaf svolátandi svar: það er gæfudagur, á hvörjum þú komst aftur í land feðra þinna, og settist á hásætið í ríki þeirra.56Skal eg veita þér það sem þú skrifaðir um; en kom þú til móts við mig í Tólómeu, svo við getum sést, skal eg stofna mægðir við þig eins og þú sagðir.57Síðan fór Tólómeus sjálfur, og dóttir hans Kleópatra úr Egyptalandi og komu til Tólómeu árið 162.58Alexander konungur kom til móts við hann, og gifti honum Kleópötru dóttur sína, og hélt brúðkaup hennar í Tólómeu, eins og kóngar (eru vanir) með mikilli dýrð.59Og Alexander konungur skrifaði Jónatan, til að koma til fundar við sig.60Hann fór, með viðhöfn, til Tólómeu, og fann þar báða kóngana; gaf hann þeim og vinum þeirra, gull og silfur, og margar gjafir, svo hann fann náð fyrir þeim.61Þá söfnuðust til hans (kóngsins) banvænir (bakmálugir) menn af Ísrael, og óhlutvandir klöguðu hann (Jónatan), en konungur gaf þeim ekki gaum.62Kóngurinn bauð að þeir færðu Jónatan úr fötum hans, en klæddu hann í skarlat (skarlatsföt), og þeir gjörðu svo.63Og kóngurinn setti hann hjá sér, og sagði við gæðinga sína: farið með hann mitt í borgina, og úthrópið: að enginn skuli kæra hann um nokkurn hlut, og að enginn skuli gjöra honum óskunda í nokkru.64Og það skeði, þegar áklagendur hans sáu vegsemd hans, eins og hinir höfðu úthrópað, og að hann var íklæddur skarlati, þá flýðu þeir allir.65En konungurinn hafði hann í hávegum, og skrifaði (reiknaði) hann meðal sinna bestu vina, og gjörði hann að hershöfðingja og jarli.66Og Jónatan sneri aftur til Jerúsalem með friði og fögnuði.
67Árið 165 kom Demetríus Demetríusarson frá Krít heim í land feðra sinna.68Þegar Alexander konungur frétti það, varð hann mjög hryggur, og fór til Antíokíu.69Demetríus gjörði Apollóníus, sem réði fyrir Neðra-Sýrlandi, að liðsforingja, safnaði miklum her, og lagðist hjá Jamníu, og hann sendi til Jónatans hins æðsta prests, og lét skila:70Þú ert sá eini, sem setur þig upp á móti oss, en eg er orðinn að spotti og háðung þín vegna; en hvörs vegna beitir þú valdi móti oss meðal fjallanna?71Ef þú treystir liði þínu, þá kom þú til vor ofan á sléttlendið, og reynum oss þar, því borga liðið er með mér.72Spyr þú, og komstu eftir hvör eg sé, og hinir liðsmenn mínir; þeir munu segja: ekki getið þér haft fótfestu fyrir oss, því tvisvar urðu feður þínir reknir á flótta í þeirra eigin landi.73Muntu nú og ekki fá staðist riddarana og þvílíkan her á sléttlendinu, þar sem hvörki er klettur né steinn, og enginn staður til að flýja í.
74En þegar Jónatan heyrði umræður Apollóníusar, varð honum gramt í geði, og útvaldi tíu þúsund stríðsmenn, og fór út úr Jerúsalem, og Símon bróðir hans kom til móts við hann, honum til liðveislu.75Hann setti herbúðir við Joppe, en þeir vörðu honum borgina, því setulið Appolloniusar var í Joppe; en þeir (Jónatan og Símon) herjuðu á hana.76Borgarmenn urðu hræddir og luku upp (borginni) svo Jónatan fékk yfirráð yfir Joppe.77Þetta frétti Appollonius, og lagðist (að staðnum) með þrjú þúsund riddara, og mikinn (fótgöngu)her; hann fór til Asdod, eins og hann ætlaði að ferðast framhjá, en fór um leið út á sléttlendið, því hann hafði fjölda riddara, og reiddi sig á þá.78Jónatan veitti honum eftirför til Asdod, og lenti hvörutveggi hernum saman í orrustu.79En Appollonius hafði skilið eftir þúsund riddara í leyni á bak við þá.80Jónatan varð þess viss, að launsátur var að baki honum; þeir slógu hring um herlið hans, og köstuðu skotvopnum á fólkið frá morgni til kvölds.81En fólkið stóð kyrrt, eins og Jónatan hafði boðið; en hestar hinna tóku að mæðast.82Þá tók Símon lið sitt, og réðist að breiðfylkingunni, því riddaraliðið var orðið þreytt, féllu þeir fyrir honum og flýðu.83Og riddaraliðið tvístraðist um vellina, þeir flúðu til Asdod, og skunduðu inn í Betdagon, goðahof þeirra, til að bjarga sér.84Jónatan brenndi Asdod, og borgirnar umhverfis, og rænti úr þeim herfangi; og Dagons hof, og þá sem í það höfðu flúið, brenndi hann í eldi.85Þeir sem féllu fyrir sverði, ásamt með þeim, sem brenndir urðu, voru hér um átta þúsund manns.86Þaðan fór Jónatan og settist um Askalon, en borgarmenn gengu út á móti honum með mikilli viðhöfn.87Síðan fór Jónatan aftur til Jerúsalem með mönnum sínum, og höfðu þeir mikið herfang.88Og svo fór, þegar Alexander konungur frétti þessa viðburði, þá virti hann Jónatan því meir.89Hann sendi honum gullbelti, eins og siður er að gefa ættingjum konunganna; líka gaf hann honum staðinn Akkaron, með öllu því landi sem honum fylgdi, að erfða gjöf.