Jesús talar um hneykslanir, sáttgirni, trú; að menn eigi ekki að ætla til launa, þó þeir gjöri skyldu sína; læknar tíu líkþráa; talar um hvörninn Guðs ríki koma muni.

1Síðan sagði hann við lærisveina sína: ekki getur hjá því farið, að ekki komi hneyksli; en vei þeim, er því veldur.2Betra væri honum, að myllusteinn væri hengdur um háls honum, og honum væri sökkt í sjó, en að hann hneyksli einn af þessum smælingjum.3Gætið yðar því. Hafi einhvör gjört á hluta þinn, þá átel hann, og iðri hann þess, þá fyrirgef honum það,4og þótt hann sjö sinnum á degi hafi misgjört við þig, og komi sjö sinnum og segi sig iðra þess, þá áttu að fyrirgefa honum.5Einhvörju sinni sögðu postularnir til Drottins: auk þú oss trúna.6Þá sagði hann: þó yðar trú væri ekki stærri, en svaraði mustarðskorni, munduð þér geta sagt til þessa mórberjatrés: ríf þú þig upp með rótum, og festú aftur rætur í hafinu; þá mundi það hlýða yður.7Hvör er sá af yður, sem hefir þjón, er plægir jörð og gætir fjár, að hann segi við hann, nær hann kemur af akri, að hann skuli setjast til matar;8mun hann ekki fyrst segja: bú þú mér kvöldverð, girð þú þig, og þjóna þú mér, meðan eg et og drekk, eftir þetta máttu fá þér mat og drykk;9hvört mun hann gjalda þjóni þeim þakkir, þótt hann gjöri það, sem honum var boðið? eg held ekki.10Sömuleiðis eigið þér að segja, nær þér hafið gjört allt hvað yður var boðið: ónýtir þjónar erum vér, þar eð vér höfum einungis gjört hvað vor skylda var.
11Þegar hann var á ferð sinni til Jerúsalem, og leið hans lá millum Samaríu og Galileu,12og hann fór inn í þorp nokkurt, þá mættu honum tíu menn líkþráir; þeir stóðu langt frá a),13kölluðu og sögðu: Jesú Meistari! miskunna þú oss!14og er hann leit þá, sagði hann: farið og sýnið yður prestunum. En svo bar við, er þeir fóru, að þeir urðu heilbrigðir.15En einn af þeim, þegar hann sá, að hann var heill orðinn, sneri aftur og lofaði Guð með hárri raustu,16og féll til fóta Jesú og þakkaði honum; en þessi maður var samverskur.17Þá sagði Jesús: vóru þeir ekki tíu, sem heilbrigðir urðu? hvar eru hinir níu?18fundust engir, sem vildu aftur snúa og lofa Guð, nema þessi útlendingur?19Síðan sagði Jesús við hann: stattú á fætur, og far þú leiðar þinnar; þín trú hefir frelsað þig.
20Einhvörju sinni spurðu farisear hann að, nær Guðs ríki mundi koma? Þá svaraði hann þeim: Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri;21og ekki verður sagt: sjá! það er þar, eða það er hér; því Guðs ríki er hið innra í yður.22Síðan sagði hann til lærisveina sinna: sá tími mun koma að yður mun langa eftir að sjá einn dag Mannsins Sonar b), og þér munuð ekki sjá hann.23Þá munu sumir segja við yður: sjáið! hann er þar! hann er hér! en farið ekki þangað og fylgið þeim ekki;24því eins og leiftrandi elding líður frá einu skauti himins til annars, eins mun og verða tilkoma Mannsins Sonar;25en áður hlýtur hann margt að líða og fyrirlitinn að verða af þessarar aldar mönnum.26Því eins og gekk til á dögum Nóa, eins mun tilganga við tilkomu Mannsins Sonar.27Þeir héldu veislur, tóku sér konur og giftust, allt til þess dags, er Nói fór inn í örkina og flóðið kom, sem eyðilagði þá alla.28Eins gekk til á dögum Lots, þeir sátu að veislum, keyptu, seldu, plöntuðu og byggðu hús;29en á þeim degi, þegar Lot fór út af Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni, sem eyðilagði þá alla.30Eins mun tilganga á þeim degi þegar Mannsins Sonur birtist.31Á þeim degi þá varist þá, sem er á þaki uppi, að fara niður í húsið að taka búsgögn sín; eins sá, sem er á akri, að snúa aftur.32Munið til konu Lots;33sá, sem þá vill forða lífi sínu mun týna því, en sá, sem stofnar því í hættu, mun fá því borgið.34Trúið mér! á þeirri nóttu munu tveir vera í einu hvílurúmi, sá eini mun verða meðtekinn, og hinn eftirskilinn;35tvær munu mala saman, önnur þeirra mun verða meðtekin, hin eftirskilin.36Þá spurðu þeir hann að: hvar þá, Herra? hann sagði: þar c), sem hræið er, þangað munu ernirnir safnast.

V. 1–5. Matt. 18,6–8.15.21.22. Mark. 9,42. V. 6. Matt. 17,20. 21,21. Mark. 11,23. V. 12. a. Þeir máttu ekki koma nálægt heilbrigðum mönnum. 3 Mós. 13,45.46. V. 22. b. Þ. e. einn dag hans tilkomanda ríkis. V. 23. Matt. 24,23.26.27. V. 26. Matt. 24,37–39. 1 Mós. 6,2.4. 7,1.21. V. 28. 1 Mós. 19,24. V. 31. Matt. 24,17.18. Mark. 13,15.16. V. 34. Matt. 24,40.41. V. 36. Matt. 24,28. c. Þar, nefnil. í Jerúsalemsborg; af því óguðleikinn var þar mestur, lagðist straffið þyngst á hana. Þar sem sekt er, þar er hegningin vís.