Sæla hinna guðhræddu. Ófarir hinna vondu.

1Sæll er sá maður, sem ekki gengur í ráð hinna óguðlegu, og ekki staðnæmist á vegi hinna vondu, og ekki situr í samfundi hinna háðgjörnu,2heldur hefir mætur á Drottins lögum og ígrundar hans lögmál dag og nótt. Lúk. 2,28.3Hann er sem tré rótsett á vatnsbökkum, sem ber ávöxt á réttum tíma, hvörs blöð ekki visna, allt hvað hann gjörir það lukkast honum.4Öðruvísi er þeim óguðlegu farið, þeir eru sem fis, hvörju vindurinn feykir.5Því standast þeir óguðlegu ei í dóminum, og ei hinir vondu í safnaði hinna réttlátu, því Drottinn þekkir veg hinna réttlátu,6en vegur óguðlegra er slys.