Í Viðeyjarbiblíu er ritið Bréf Jeremía birt sem 6. kafli Barúksbókar. Til einföldunar á framsetningu er textinn hér birtur undir yfirskriftinni Bréf Jeremía.

Jeremía bréf. Viðvörun við hjáguðadýrkun.

1Útskrift af bréfi, sem Jeremías sendi þeim er skyldu verða fluttir sem herteknir til Babýlon, af konungi Babýlonsmanna, til að kunngjöra þeim hvað honum var boðið af Guði. Sakir þeirra synda, með hvörjum þér hafið gjört yður seka fyrir Guði, munuð þér, herteknir, verða fluttir til Babýlon af Nebúkadnesar konungi Babýlonsmanna.2Þegar þér nú komið til Babýlon, svo munuð þér verða þar mörg ár og langan tíma, allt að sjöunda ættlið. En eftir það mun eg flytja yður þaðan í friði.
3Enn nú munuð þér sjá í Babýlon silfur og gull og tréguði, sem bornir verða á herðum og koma inn ótta hjá þjóðunum.4Gætið yðar nú, að þér gjörið ei hið sama sem hinir útlendu, og ótti fyrir þeim grípi yður, þegar þér sjáið fólk, tilbiðja frammi fyrir þeim, og á baka til við þá.5Segið miklu framar í yðar hjörtum: þig skulu menn tilbiðja, Drottinn!6Því minn engill er hjá yður og hann a) hefnir yðar sálna.
7Þeirra (hjáguðanna) tunga er skorin af hagleiksmönnum, þeir eru búnir gulli og silfri; en það er tál (lygi), og þeir geta ei talað.8Eins og handa jómfrú sem elskar skart, taka þeir gull og gjöra þar af kórónu á höfuð sinna guða.9En það ber líka við að prestarnir taka burt gullið og silfrið af þeirra guðum, og verja því sér til nota.10Þeir gefa af því hórum í hóruhúsum. Þeir prýða þá eins og menn með klæðum, þessa silfur-, gull- og tréguði.11En þeir verða ei varðir fyrir ryði og möl, þó yfir þá sé lagt purpuraklæði.12Menn strjúka af þeirra andliti húsarykið, sem sest mikið á þá.13(Goðið) heldur á veldisspíru eins og maður sem drottnar yfir landinu, en getur ekki deytt þann, sem móti því syndgar.14Það hefir sverð í hægri hendi og öxi, en getur ekki varið sig fyrir stríði og ræningjum, þar af er auðsætt, að þeir eru engir guðir, óttist þá því ekki.
15Því eins og brotið ílát er mönnum til einkis gagns, svo eru og þeirra guðir.16Reisi menn þá upp í húsunum svo verða þeirra augu full af ryki, undan fótum þeirra sem innganga.17Og eins og sá sem brotið hefir móti konunginum er í fangelsi innlæstur, þar eð hann skal líflátast, svo geyma prestarnir þeirra mustera, með hurðum, lásum og slagbröndum, svo þeim verði ei stolið af ræningjum.18Þeir tendra lampa, og meir en handa sjálfum sér, og þeir geta þó öngvan þeirra séð.19Þeir eru eins og einhvör bjálkinn í húsinu, og þeirra innyfli sundurnaga, segja menn, ormarnir úr jörðunni, og eta í sundur þá og þeirra búning, án þess þeir finni til þess.20Þeirra andlit er svart af húsreyk.21Á þeirra líkama og höfuð setjast náttuglur, svölur og aðrir fuglar; sömuleiðis og einnig kettirnir.22Því getið þér séð, að þeir eru engir guðir, óttist þá því ekki!
23Það gull sem á þá er hengt til skarts, glansar ekki, nema menn strjúki af ryðið (rykið), og ekki fundu þeir til, þá þeir voru steyptir.24Þeir eru keyptir dýrum dómum, og þó er enginn andi í þeim.25Fótalausir eru þeir bornir á herðum og sýna mönnum með því, að þeir séu einkisverðir.26Þeirra þjónar mega líka skammast sín, þar eð þeir, ef á jörð falla, geta ei aftur reist sig, né heldur, þó einhvör reisi þá upp aftur, komist úr sporunum að eigin ramleik, og ekki heldur, séu þeir lagðir útaf, aftur reist sig við; heldur leggja menn fyrir þá gáfur eins og fyrir dauða.27Þeirra fórnir selja prestar þeirra og brúka; og sömuleiðis salta prestskonurnar nokkuð af þeim, og gefa hvörki fátækum né veikum þar nokkuð af.28Óhreinar konur og sængurkonur snerta þeirra fórnir. Þar eð þér nú af þessu sjáið, að þeir eru engir guðir, svo óttist þér þá ekki!—29Því hvörs vegna skyldu menn kalla þá guði? Konur setja mat fyrir þessa silfur-, gull- og tréguði,30og í þeirra húsum sitja prestarnir í rifnum klæðum, með skornu hári og skeggi og berhöfðaðir.31Þeir ýla og orga frammi fyrir sínum guðum, eins og margir gjöra við útför framliðinna.32Af þeirra klæðum taka prestarnir nokkuð til að klæða með konur og börn.33Ekki megna þeir heldur, hvört sem þeir reyna gott eða illt af nokkrum manni, að endurgjalda, ekki geta þeir heldur innsett kóng, né afsett.34Sömuleiðis geta þeir hvörki gefið auð né peninga. Heiti maður þeim einhvörju og haldi ekki, geta þeir ekki krafið þess.35Frá dauðanum geta þeir engan mann frelsað, ekki hjálpa þeir heldur þeim vanmáttuga móti þeim sterka.36Blindum manni geta þeir ekki veitt sjónina, og engum manni hjálpað í neyðinni.37Yfir ekkjur aumkvast þeir ekki, og munaðarleysingjum gjöra þeir ekkert gott.38Því steinum úr fjalli eru lík þessi úr tré gjörðu skurðgoð, gullbúin og silfurbúin, og þeirra þjónar hljóta að verða til skammar.
39Hvörnig skyldu menn nú hugsa eða segja, að þau væru guðir, þegar sjálfir Kaldeumenn gjöra gys að þeim?40Þegar þeir sjá, að einhvör mállaus getur ekki talað, svo fara þeir með hann til Bel, og biðja að hann megi fá málið, eins og hann gæti skilið það.41Og ekki geta þeir sagt við þá (hjáguðina) skilið, þó þeir viti, að þeir hafa ekki skynbragð.42En konurnar sitja á vegunum, í böndum, og brenna jurtir.43Þegar nú ein af þeim er tekin afsíðis, af einhvörjum sem framhjá fer, og hjá henni er legið, svo gjörir hún gys að sinni nábúakonu, að hún hafi ei fengið sömu sæmd sem hún, og hennar bönd hafi ei verið slitin.
44Allt það sem gjörist við þá (hjáguðina) er prettur (lygi). Hvörnig skyldu menn þá segja, að þeir væru guðir?45Af hagleiksmönnum og gullsmiðum eru þeir gjörðir; þeir verða ekki annað, en það, sem hagleiksmaðurinn vill þeir verði,46þeir sem þá tilbúa, lifa ekki lengi; hvörnig þá þeir, sem af þeim eru tilbúnir?47Þeir eftir skilja aðeins tál og skömm eftirkomendunum.48Því þegar stríð eða ógæfa er yfir þá komin, svo ráðgast prestarnir um hvör við annan, hvar þeir skuli fela sig með þeim.
49Hví skyldu menn þá ei eftir því taka, að þeir eru engir guðir, þegar þeir geta ei bjargað sér undan stríði og tjóni?50Því fyrst þeir eru úr tré, gullbúnir og silfurbúnir, svo má þar af sjá, að þeir eru tál (lygi). Öllum þjóðum og kóngum mun það opinbert verða, að þeir eru engir guðir, heldur verk mannanna handa, og ekkert Guðs verk er á þeim.51Hvörjum skyldi þá ei kunnugt vera, að þeir eru öngvir guðir?
52Því ekki setja þeir nokkurn konung yfir land, og ekki gefa þeir mönnunum regn.53Þeir skera úr engum málum milli þeirra, og verja ekki fyrir rangindum, þar eð þeir eru orkulausir, því eins og krákur flögra þeir milli himins og jarðar.54Þegar eldur kviknar í húsi þessara guða, sem eru úr tré, gullbúnir og silfurbúnir, svo flýja þeirra prestar og bjarga sér; en þeir brenna upp þar inni, eins og bjálkarnir.55Þeir geta engum kóngi, né óvinum mótstöðu veitt. Hvörnig skyldu menn þá ætla eður hugsa að þeir væru guðir?56Ekki geta heldur þessir guðir úr tré, silfurbúnir og gullbúnir, varið sig fyrir þjófum og ræningjum.57Þeir, sem þá fá á sitt vald, taka af þeim gullið og silfrið og afklæða þá, og taka þetta með sér; og þeir geta ei bjargað sjálfum sér.58Þess vegna er betra að vera kóngur, sem getur sýnt hreysti sína, eða nytsamlegt húsgagn, sem eigandinn getur brúkað, heldur en slíkir lygaguðir, eða þá hússhurð, sem geymir það sem í húsinu er, heldur en slíkir lygaguðir; eða þá tréstólpi í konungshöll, heldur en slíkir lygaguðir.
59Sólin, tunglið og stjörnurnar skína, og til nytsemi útsendar, eru þær hlýðnar.60Sömuleiðis og eldingin, þegar hún lætur sig sjá, þá er hún a) bersýnileg, sömuleiðis vindurinn, hann blæs í sérhvörju landi.61Og þegar Guð býður skýjunum, að fara yfir gjörvallan þann byggða heim, svo hlýðnast þau boðinu.62Einninn eldurinn, sem sendur verður hér að ofan, til að eyða fjöll og skóga, hann gjörir það sem boðið er, en þessir (hjáguðir) eru hvörki að útliti né mætti hinu líkir.63Því skal enginn maður hugsa né segja, að þeir séu guðir, fyrst þeir eru hvörki megnugir um að refsa, né að veita mönnum velgjörðir.64Þar eð þér nú vitið, að þeir engir guðir eru, svo óttist þá ekki!
65Því hvörki geta þeir formælt konungum né blessað þá.66Ekki heldur geta þeir sýnt þjóðunum teikn á himninum; ekki, eins og sólin, gefið ljósið, né, eins og tunglið, gefið birtu.67Dýrin eru betri en þeir, þau sem geta flúið í fylgsni og bjargað sér.68Á engan hátt er oss þá augljóst, að þeir séu guðir, óttist þá þess vegna ekki!
69Því eins og fuglahræða í grasgarði getur ekki vaktað, svoleiðis eru þeirra, úr tré gjörðu guðir, þeir silfurbúnu og gullbúnu.70Sömuleiðis eru þeirra tréguðir, þeir gullbúnu og silfurbúnu, líkir þyrnibúski í aldingarði, hvar á alls lags fuglar setjast, eða líki, sem kastað er í myrkur.71Líka geta menn vitað það, að þeir eru engir guðir, af purpuranum og skartinu, sem á þeim fúnar. Þeir verða og seinast uppetnir, og verða að háðung í landinu.72Betri er sá maður því, sem er réttvís og hefir engin goð; því hann mun vera langt frá svívirðingunni.

V. 4. Tilbiðja þá í bak og fyrir. V. 6. a. Aðr: rannsakar yðar sálir. V. 18. Þeir geta þó etc. Þeir: hjáguðirnir þeirra: prestanna. V. 60. a. Aðr: falleg að sjá.