Öldunganna skylda við hina yngri, og hinna yngri við þá. Býður að hvör kristinn sýni öðrum lítillæti og séu árvakrir. Góðar óskir.

1Eg öldungur og vottur b) Krists pínsla, er ásamt yður mun hlutdeild fá í þeirri dýrð sem síðar mun opinber verða, áminni yður mína meðöldunga,2að þér gætið þeirrar Guðs hjarðar, sem meðal yðar er, ekki nauðugir heldur af frjálsum vilja, né fyrir ávinningssakir, heldur fúslega;3eigi sem þeir, sem harðlega vilja drottna yfir (Drottins) arfleifð, heldur svo sem þeir, sem eru fyrirmynd hjarðarinnar;4þá munuð þér, þegar hinn æðsti hirðir birtist, bera úr bítum dýrðarinnar kórónu c), sem aldrei fölnar.5Sömuleiðis verið þér hinir yngri öldungunum hlýðnir.
En verið allir hvör öðrum undirgefnir og skrýðist lítillætinu; því Guð mótstendur dramblátum, en lítillátum veitir hann náð d).6Leggið yður þar fyrir undir Guðs voldugu hönd, að hann á (sínum) tíma upphefji yður.7Varpið allri yðar áhyggju upp á hann, því hann ber umhyggju fyrir yður.8Verið gætnir, vakið, því að yðar mótstandari, djöfullinn, gengur um kring sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt.9Mótstandið honum stöðugir í trúnni og vitið, að yðar bræður (annars staðar) í heiminum fyrirhittir sama neyð.
10En Guð allrar náðar, sem yður hefir kallað til sinnar eilífu dýrðar í Jesú Kristi, eftir að þér þjást hafið um lítinn tíma, hann fullkomni yður, styrki, efli og staðfesti;11hans er dýrðin og valdið um aldir alda. Amen.
12Þetta hefi eg látið Silvanus a), skrifa b) yður, sem er trúr meðbróðir, að eg held, og áminni eg og hátíðlega vitna, að þetta er sú sanna Guðs náð, svo að þér haldið yður föstum við hana.13Yður heilsar c) sá ásamt yður útvaldi (söfnuður) í Babylon, og Markús, sonur minn.14Heilsið hvör öðrum með kærleikskossi. Friður sé með yður öllum, sem eruð í Kristi Jesú.

V. 1. b. Lúk. 24,48. V. 2. Pgb. 20,28. V. 3. Matt. 20,25–28. 1 Kor. 3,5. ff. 12. ff. Arfleifð Drottins, kallast Gyðingalýður í G. t. en kristnir kallast það í N. t. V. 4. Esa. 40,11. Esek. 34,23. Hebr. 13,20. Jóh. 10,11. c. 1 Kor. 9,25. V. 5. Róm. 12,10. Fil. 2,3. d. Jak. 4,6. Lúk. 14,11. V. 6. Jak. 4,10. Job. 22,29. V. 7. Sálm. 37,5. 55,23. Matt. 6,25. ff. V. 8. Lúk. 21,36. 1 Tess. 5,6. V. 9. Efes. 6,11.13.16. Jak. 4,7. V. 10. 2 Kor. 4,17. sbr. Hebr. 10,47. V. 12. a. Silvanus var meðhjálpari Páls postula í Kristniboðinu. Post. g. b. 15,22. 16,25. 18,5. b. sbr. 2 Tess. 3,17. V. 13. c. getur og útlagst: sú ásamt yður útvalda (stallsystir).