Sama efni.

1En sem kóngsríki Róbóams staðfestist og efldist, yfirgaf hann Drottins lögmál og allur Ísrael með honum.2Og það skeði á fimmta ári Róbóams kóngs, að Sísak Egyptalandskóngur, fór á móti Jerúsalem, því þeir höfðu brotið móti Drottni,3með þúsund og 2 hundruð vagna og með 60 þúsund reiðmenn; og það fólk var óteljandi, sem með honum kom úr Egyptalandi, lýbiskir, Súkotar og Mórlendingar,4og hann vann þá föstu staði, sem tilheyrðu Júda, og kom allt til Jerúsalem.5En Semaja, spámaðurinn, kom til Róbóams og til höfðingjanna í Júda, sem komnir voru til Jerúsalem, af ótta fyrir Sísak, og sagði við þá: svo segir Drottinn: þér hafið yfirgefið mig, og eg hefi líka gefið yður í hönd Sísaks,6þá auðmýktu þeir sig, Ísraels höfðingjar og konungurinn, og sögðu: réttlátur er Drottinn!7En sem Drottinn sá að þeir auðmýktu sig, þá kom orð Drottins til Semaja og sagði: þeir hafa auðmýkt sig, eg vil ekki tortína þeim, og innan skamms vil eg veita þeim hjálp, og ekki skal Sísak úthella minni reiði yfir Jerúsalem;8samt skulu þeir honum þjóna, svo þeir viðurkenni hvað það er, að þjóna mér og landanna kóngsríkjum.
9Og svo fór Egyptalandskóngur, Sísak, móti Jerúsalem, og tók fjársjóðu Drottins húss, og fjársjóðu kóngsins húss, allt tók hann, og hann tók gullskildina sem Salómon hafði gjört.10Og kóngurinn Róbóam gjörði í þeirra stað eirskildi, og trúði þeim fyrir hönd hirðmanna foringjans, þeirra sem vöktuðu kóngsins dyr.11Og svo oft sem konungurinn kom í Drottins hús, komu hirðmennirnir, og báru þá, og síðan báru þeir þá aftur í herbergi hirðmannanna.12En þá hann auðmýkti sig, snerist Drottins reiði frá honum, svo hún tortíndi honum ekki algjörlega; líka var Júda nokkuð gott.13Og kóngurinn Róbóam staðfestist í Jerúsalem og ríkti. Hann hafði einn um fertugt þá hann varð kóngur, og 17 ár ríkti hann í Jerúsalem, þeim stað, sem Drottinn hafði útvalið, til að geyma þar sitt nafn, af öllum Ísraels ættkvíslum. En móðir hans hét Naama, ammonitisk.14Og hann aðhafðist illt, því hann sneri ei sínu hjarta til að leita Drottins.
15En saga Róbóams, sú fyrri og seinni, hún stendur skrifuð í sögu Semaja spámanns og Iddos, sjáanda, eftir ættartöluþætti. Og þar var ávallt stríð milli Róbóams og Jeróbóams.16Og Róbóam lagðist hjá sínum feðrum og var grafinn í Davíðsborg, og Abía, hans son, varð kóngur í hans stað.