Lögmál um ljósastjakana og skoðunarbrauðin. Guðlast, manndráp og s. frv.

1Ennframar talaði Drottinn við Móses og sagði:2Bjóð þú sonum Ísraels að þeir færi þér tært viðsmjörsviðarsmjör af sprengdum viðsmjörsviðarberjum til ljósastjakanna, svo á lömpunum ætíð logi;3fyrir framan fortjald lögmálsins í samkundutjaldbúðinni skal Aron sjá um að ljósin á þeim ætíð logi fyrir augliti Drottins, frá kvöldi til morguns. Þetta skal vera ævarandi lögmál hjá yðar eftirkomendum.4Daglega skal hann raða ljósunum, sem eru fyrir augliti Drottins ofan á þá fögru ljósastjaka.
5Sömuleiðis skaltu taka hveitimjöl, og baka af því tólf kökur, tveir tíundupartar (efa) skulu vera í hvörri köku,6og þær skaltu leggja í tvær raðir, sex í röðina, á það fagra borð fyrir augliti Drottins7og láta hjá hvörri röð hreint reykelsi, til fæðu, minningarfórnar, eldfórnar fyrir Drottin.8Á hvörjum hvíldardegi skal (æðsti presturinn) þannig ævinlega raða fyrir augliti Drottins þessum (kökum), sem Ísraelsbörn skulu tilleggja. Þetta er eilíft lögmál;9og þær séu fyrir Aron og syni hans, er eti þær á helgum stað, því þær eru háheilagar meðal eldfórna Drottins. Þetta er ævarandi lögmál.
10En það skeði, að maður nokkur, sonur ísraelískrar kvinnu, en að faðerni egypskur, er bjó á meðal Ísraelsbarna, gekk út, og að þessi sonur þeirrar ísraelítísku kvinnu og einn af Ísraelsmönnum komu í þrætu í herbúðunum,11og að sonur þeirrar ísraelítísku kvinnu formælti Nafninu og lastaði það. Nafn móður hans var Skelomit, og var dóttir Dibrí af Dans ættkvísl. Menn leiddu hann því til Móses,12og settu í varðhald, þar til munnur Drottins úrskurðaði um þá;13en Drottinn gaf Mósis þennan úrskurð:14leið þú lastarann út fyrir herbúðirnar, og leggi allir þeir, sem áheyrsla hafa verið, hendur sínar á höfuð honum og allur söfnuðurinn lemji hann grjóti.15En öllum Ísraelsbörnum skaltu kunngjöra: að hvör sá maður, sem formælir Guði sínum, skuli bera sína misgjörð,16sá sem formælir nafni Drottins skuli fortakslaust deyja, allur söfnuðurinn skuli fortakslaust lemja hann grjóti; svo vel sá útlendi sem innlendi skulu, ef hann formælir Nafninu, deyja.
17Hvör sem slær nokkurn mann í hel, skal vægðarlaust deyja;18en ef hann drepur skepnu skal hann bæta að fullu, grip fyrir grip;19en sá sem gjörir náunga sínum áverka honum skal ske sama, sem hann hefir hinum gjört:20meiðsli fyrir meiðsli, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, sá sami áverki sem hann hefir gjört öðrum manni, skal honum aftur á mót gjörast sjálfum.21Sá sem drepur grip, skal bæta hann að fullu, en sá sem drepur mann skal deyja.22Sama lögmál skal vera hjá yður gildandi fyrir þann útlenda sem þann innlenda, því að eg er Drottinn, yðar Guð.23Og Móses kunngjörði þetta Ísraelsbörnum, og menn fóru með þann, sem formælt hafði, út fyrir herbúðirnar svo að menn lemdu hann grjóti; og Ísraelsbörn gjörðu eins og Drottinn hafði boðið Móses.

V. 2. Um ljósastjakana, sjá 2 Mós. 25,31–40. 40,24. V. 3. Fortjald lögmálsins var á milli þess helgasta og allrahelgasta. 2 Mós. 25,10–21. 40,20.21. Frá sáttmálsarkarlokinu talaði Guð við Móses. 2 Mós. 25,22. 4 Mós. 7,89. V. 6. 2 Mós. 25,23–30. 40,22.23. Brauðin tilheyrðu prestunum þegar þau höfðu legið í viku á borðinu og ný vóru komin í staðinn. V. 11. Nafninu, þ. e. Drottins nafni. V. 17. 2 Mós. 21,12. ff.