Upphvatning til visku. Viðvörun við heimsku.

1Viskan byggði sér hús, og hjó þess sjö stólpa.2Hún slátraði sínu slátursfé, blandaði vín sitt og bjó sitt borð;3hún sendi út sínar þernur, hún hrópaði á háum stöðum borgarinnar.4Hvör er bernskur? komi sá hingað! við þann fávísa mælti hún:5kom hingað! etið af mínu brauði, og drekkið af víninu sem eg hefi blandað,6segið skilið við bernskuna, svo munuð þér lifa, og gangið fram á hyggindanna veg.7Hvör sem umvandar við spélinn mann, má láta sér lynda hæðni, og hvör sem ávítar óguðlegan, háðung.8Umvanda þú ekki við spélinn mann, svo hann hati þig ekki! umvanda við hyggin mann, og hann mun elska þig.9Gef þú vitrum manni (áminning) og hann mun verða enn vitrari, uppfræddu þann ráðvanda, og honum mun í þekkingu framfara.10Ótti Drottins er upphaf viskunnar, og þekking hins heilaga sönn hyggindi,11fyrir mitt fulltingi skulu þínir dagar margir verða, og þín ævi ár aukast.12Sértu hygginn, þá ertu hygginn fyrir sjálfan þig, og sértu háðgjarn, þá muntu það einsamall bera.
13Heimsk kona er óhemja, hugsunarlaus og veit ekkert.14Hún situr við sínar húsdyr á stól, á þeim háu stöðum í borginni,15og kallar til þeirra sem framhjá ganga um veginn, og fara beint áfram sína leið:16Hvör er bernskur? komi sá hingað; og við þann heimska segir hún:17stolið vatn er sætt og falið brauð smakkar vel.18En hann veit ekki, að dauðyfli eru þar, og þeir sem hún laðar til sín, eru í helvítis hyl.