Jósia kóngur. Lögbókin finnst.

1Jósia var 8 ára þá hann varð kóngur, og 30 ár ríkti hann í Jerúsalem; en móðir hans var Jedida dóttir Adaja frá Baskat.2Og hann gjörði það sem rétt var fyrir Drottins augsýn, og gekk á vegum föður síns Davíðs, og vék hvörki til hægri né vinstri b).3En á 18da ári kóngsins Jósia, sendi konungurinn Safan son Asalía, sonar Mesúlams, skrifarann, í Drottins hús, og sagði:4gakk til höfuðprestsins Hilkia, að hann taki af þeim peningum, sem innkomið hafa í Drottins hús, sem dyraverðirnir hafa safnað af fólkinu,5og að menn afhendi þá þeim mönnum, sem teknir eru í Drottins hús, að þeir gefi þá þeim mönnum sem verkið vinna, í Drottins húsi, til að bæta það hrörnaða á húsinu,6timburmönnunum, byggingamönnunum, múrurunum, til að kaupa fyrir við og höggna steina, til endurbótar húsinu;7Þó reikni maður ekki við þá peningana, er þeim verða afhentir, því þeir fara með þá sem þeir vita best.8Þá mælti sá æðsti prestur Hilkia við skrifarann Safan: eg hefi fundið lögbókina í Drottins húsi. Og Hilkia fékk Safani bókina, og hann las hana.9Og skrifarinn Safan kom til kóngsins og sagði kóngi frá og mælti: þínir þjónar hafa látið peningana af hendi, sem voru í Drottins húsi, og hafa fengið þeim í hönd, sem verkið vinna, sem teknir eru til þess í Drottins hús.10Og skrifarinn Safan sagði frá þessu kónginum og mælti: presturinn Hilkia hefir fengið mér bók, og Safan las hana fyrir kónginum.11En sem kóngur heyrði orð lögmálsbókarinnar, reif hann sín klæði.12Og kóngur bauð prestinum Hilkia og Ahikam syni Safans og Akor syni Mikaja og Safan skrifara, og Asaía kóngsins þénara þetta:13farið og spyrjið Drottin fyrir mig og fyrir fólkið og fyrir allt það Júdaland, um orð þeirrar fundnu bókar. Því mikil er reiði Drottins sem yfir oss er upptendruð, sakir þessarar bókar, og ekki aldeilis breytt, sem oss er fyrirskrifað.14Þá gengu þeir presturinn Hilkia og Ahikam, og Akbor og Safan og Asaja til spákonunnar Hulda, konu Sallum sonar Tikva, sonar Harhas, sem geymdi klæðin, (en hún bjó í Jerúsalems öðrum parti) og þeir töluðu við hana.
15Og hún sagði við þá: svo segir Drottinn Ísraels Guð: segið þeim manni sem sendi yður til mín:16svo segir Drottinn: sjá! eg leiði ólukku yfir þenna stað og hans innbúa, öll orð bókarinnar sem Júdakóngur hefir lesið.17Sökum þess þeir hafa yfirgefið mig og brennt reykelsi fyrir öðrum guðum, til að móðga mig með öllum verkum sinna handa, þá er mín reiði upptendruð yfir þessum stað, og mun ekki slokkna.18En segið Júdakóngi sem sendi yður til að spyrja Drottin: svo segir Drottinn Ísraels Guð: hvað þau orð áhrærir sem þú hefir heyrt,19þá, af því þitt hjarta komst við, og þú auðmýktir þig fyrir Drottni, þá þú heyrðir það hvað eg hafði talað á móti þessum stað og hans innbyggjurum, að þeir skyldu verða að eyðilegging og bölvan; og af því þú reifst þín klæði og grést fyrir mér; svo hefi eg bænheyrt þig, segir Drottinn.20Sjá! þar fyrir vil eg safna þér til þinna feðra, og þú skalt komast í þína gröf með friði, og þín augu skulu ekki sjá alla þá ólukku, sem eg leiði yfir þennan stað. Og þeir færðu kónginum svar.

V. 2. Jós. 23,6. Orðskv. 4,27. V. 4. 12,9–11. V. 5. 12,11. 2 Kron. 34,10. V. 7. 12,15. V. 8. 2 Kron. 34,15. V. 9. 2 Kron. 34,16.17. V. 10. 2 Kron. 34,18.