Páll óskar Fílemoni og fleirum góðs; hrósar Fílemoni; biður hann taka í sátt þræl hans, Onesimus, er frá honum hafði strokið, en Páll síðan kristnað. Niðurlag pistilsins.

1Páll, bandingi Jesú Krists, og Tímóteus bróðir, kveðjum vorn ástfólgna samþjón Filimon vorn,2vora kæra Appíu og Arkíppus vorn stríðsfélaga og allan söfnuðinn í þínu húsi:3Náð og friður sé með yður af Guði vorum Föður og Drottni Jesú Kristi.
4Guði mínum gjöri eg þakkir, í hvört sinn sem eg minnist þín í mínum bænum,5þar eð eg heyri hvílíka elsku og trú þú hefir til Drottins Jesú og til allra heilagra;6(og óska eg), að hluttekning í trúrækni þinni, ásamt með viðurkenningu alls hins góða, sem oss hefir hlotnast, auðsýni sig kröftuga fyrir Jesúm Krist.7Því vér höfum mikla gleði og huggun af kærleika þínum, þar eð þú, bróðir! hefir endurnært hjörtu hinna heilögu.
8Þar fyrir, þó eg, sem Krists umboðsmaður, geti með mikilli djörfung, boðið þér það, sem þér sómir að gjöra,9þá vil eg heldur biðja þig í vinsemd; þú veist, hvílíkur eg er, gamalmennið Páll, sem nú þar að auk er í fjötrum sakir Jesú Krists.10Eg bið þig fyrir son minn Onesímus, hvörn eg alið hefi í mínum fjötrum.11Hann var þér áður óþarfur, nú er hann bæði þér og mér gagnlegur. Þenna sendi eg;12taktú honum vel; hann er hjartað í mér.13Eg girntist að sönnu halda honum hjá mér, svo að hann í þinn stað þjónaði mér í fjötrum mínum, sem eg ber sakir náðar boðskapsins;14en án þíns vilja vilda eg ekki gjöra það, svo að þessi velgjörningur þinn kæmi ekki af nauðung, heldur af sjálfvilja.15Máske hann þar fyrir um stundarsakir hafi skilist við þig, að þú síðan skyldir ávallt halda honum,16ekki framar eins og þræli, heldur ánauðugum betri, sem elskulegum bróður, mjög kærum mér, en því framar þér, bæði vegna líkamlegrar þjónustu og í Drottins erindum.17Þar fyrir ef þú álítur mig stallbróður þinn, þá taktú á móti honum, eins og eg væri það sjálfur.18En ef hann hefir gjört þér órétt í nokkuru, ellegar er þér skuldugur, þá tilreikna mér það.19Eg Páll skrifa þetta með eigin hendi! „eg skal gjalda“; svo eg ekki nefni það, að þú ert mér jafnvel skyldugur um sjálfan þig.20Já, lát mig njóta þess, bróðir! að þú ert orðinn Drottins; endurnær hjarta mitt fyrir Krists skuld.21Fullviss um þína hlýðni skrifa eg þetta, því eg veit, að þú munir gjöra meira, en eg hefi mælt til.
22En hafðu líka til reiðu gestaherbergi handa mér, því eg vona að eg vegna yðar bæna muni verða gefinn a) yður.23Þér heilsar Epafras, sem er bandingi, eins og eg, sakir Jesú Krists;24sömuleiðis Markús, Aristarkus, Demas og Lúkas, mínir samþjónar.25Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yðar anda.

V. 2. sbr. Róm. 16, 5. V. 5. þ. e. kristinna. V. 10. 1 Kor, 4, 15. Gal 4, 19. V. 22. a. nefnil. laus úr fjötrunum.