Vígsla Levítanna.

1Og Drottinn talaði við Móses og mælti:2tala þú við Aron og seg til hans: þegar þú setur upp lampana, þá skulu þeir 7 lampar loga framan á ljósahjálminum.3Og Aron gjörði svo: framan á ljósahjálminn hengdi hann lampana eins og Drottinn bauð Móses.4Og þetta var verkið á hjálminum: drifið verk af gulli, bæði möndullinn og liljurnar voru drifið verk, eftir því munstri sem Drottinn hafði sýnt Móses, höfðu menn gjört hjálminn.
5Og Drottinn talaði við Móses og mælti:6tak þú Levítana frá Ísraelssonum og hreinsa þá;7og þetta skalt þú við þá gjöra til að hreinsa þá: stökk þú á þá syndalausnarvatni, og þeir skulu láta rakhníf ganga yfir allan sinn líkama, og þvo sín klæði, og hreinsa sig.8Og þeir skulu taka ungneyti, og matoffur að auk, hveitimjöl, yfirdöggvað með viðsmjöri, og annað ungneyti skalt þú taka til syndafórnar.9Og leið svo Levítana fram fyrir samkundutjaldið, og samansafna öllum söfnuði Ísraelssona.10Og leið svo Levítana fram fyrir Drottin, og Ísraelssynir skulu leggja sínar hendur yfir Levítana.11Og Aron skal veifa Levítunum sem veifun fyrir Drottni, af hendi Ísraelssona, að þeir séu til þess (kjörnir) að gegna þjónustu helgidómsins.12Og Levítarnir skulu leggja sínar hendur á höfuð nautanna og offra öðru til syndafórnar, en öðru Drottni til brennifórnar, til að friðþægja fyrir Levítana.13Og leið þú Levítana fram fyrir Aron og fram fyrir hans syni og veifa þeim sem veifun fyrir Drottni;14og aðgreindu svo Levítana frá Ísraelssonum, svo að Levítarnir tilheyri mér.15Svo skulu þeir koma til að þjóna við samkundutjaldið og hreinsa þú þá svona, og veifa þeim sem veifun.16Því til eignar eru þeir mér gefnir af Ísraelssonum; í stað hvörs frumburðar sem opnar móðurlífið, meðal Ísraelssona hefi eg tekið mér þá.17Því mér tilheyrði allt frumborið meðal Ísraelssona, manna og fénaðar; á þeim tíma er eg vann á öllu frumbornu í Egyptalandi, hefi eg mér það helgað.18Og eg tók Levítana í stað alls frumborins meðal Ísraelssona.19Og eg gaf Levítana Aroni og sonum hans til eignar af Ísraelssonum, að þeir gegni þjónustu Ísraelssona við samkundutjaldið, og friðþægi fyrir Ísraelssyni, að ekki komi plága yfir Ísraelssyni, þegar Ísraelssynir ganga inn í helgidóminn.20Og þetta gjörði Móses og Aron og allur söfnuður Ísraelssona við Levítana; eins og Drottinn hafði boðið Móses viðvíkjandi Levítunum, svo gjörðu Ísraelssynir við þá.21Og Levítarnir hreinsuðu sig af syndum, og þvoðu sín klæði, og Aron veifaði þeim sem veifun fyrir Drottni ,og Aron friðþægði fyrir þá þeim til hreinsunar.22Síðan gengu Levítarnir til að gegna sinni þjónustu við samkundutjaldið, frammi fyrir Aron og hans sonum; eins og Drottinn hafði boðið Móses viðvíkjandi Levítunum, svo gjörðu þeir við þá.
23Og Drottinn talaði við Móses og mælti:24Þetta er það sem gildir um Levítana: hvör sem er 25 ára og þar yfir skal koma til að ganga í röðina til að innganga til þjónustu við samkundutjaldið.25Og hvör sem er fimmtugur skal ganga út af röð þjónustunnar,r og ekki þjóna úr því.26Hann má þéna bróður sínum við samkundutjaldið, og annast það sem er að annast; en embættið má hann ekki hafa. Þannig skalt þú fara með Levítana viðvíkjandi þeirra sýslan.