Seinustu orð Davíðs. Kappar hans.

1Þetta eru þau síðustu orð Davíðs; orð Davíðs Ísaísonar, orð þess manns sem hátt var settur, Jakobs Guðs smurða, Ísraels elskulega sálmaskálds.2Andi Drottins talar í mér, og hans orð er á minni tungu.3Ísraels Guð mælti, við mig talaði Ísraels vígi:
Réttvís Drottnari yfir mönnum, sá sem drottnar í Guðs ótta:4hann er sem morgun ljósið þegar sólin upprennur, sem þokulaus morgun, sem grænka af birtu, og regni sprettur úr jörðunni.5Er ekki svo mitt hús fyrir Guði? því eilífan sáttmála hefir hann við mig gjört, staðfest hann í öllum (greinum) og varðveitt. Já, alla mína velferð og alla mína eftirlangan, mun hann ei láta hana aukast?
6En þeir vondu, þeir allir eru sem útsnaraðir þistlar; með hendinni tekur enginn á þeim.7Hvör sem snertir þá, vopnar sig með járni og spjótskafti, og í eldi verða þeir brenndir, þar sem þeir liggja.
8Þetta eru nöfn kappanna a) sem Davíð hafði: Jóseb-Bassebet Takemoníti, höfuðsmaður yfir vagnliðinu; hann veifaði sínu spjóti yfir 8 hundruðum sem fallið höfðu í einu.9Og næstur honum Eleasar, Dodoson, Ahohissonar; hann var einn af þeim þremur köppum með Davíð, þegar þeir gjörðu Filisteum háðungina, sem þar voru saman komnir til stríðs, og Ísraels menn fóru á móti.10Þessi hinn sami stóð upp, og felldi Filistea þangað til hans hönd varð þreytt, og hönd hans tolldi við sverðið, og Drottinn gaf mikinn sigur á þeim degi. Og fólkið fór með honum einasta til að ræna.
11Eftir hann var Samma sonur Ages Hararítans. Filistear söfnuðust saman í einn hóp, þar var akur nokkur fullsprottinn með baunir og fólkið flýði fyrir Filisteum.12Þá gekk hann mitt á akurinn og bjargaði því, og lagði að velli Filisteana, og Drottinn veitti mikinn sigur.13Og þeir þrír af þeim þrjátíu höfðingjum fóru af stað og komu um uppskerutímann til Davíðs í hellirinn Adullam, og hópur af Filisteum lá í dalnum Refaim.14Þá var Davíð á fjallinu, en Filistear höfðu setulið í Betlehem.15Davíð fékk þá eftirlöngun, og mælti: hvör sækir mér vatn að drekka í brunninn í Betlehem þar við hliðið?16Þá brutust þeir þrír kappar í gegnum herbúðir Filisteanna og jusu vatnið úr brunninum í Betlehem við hliðið, og tóku það og færðu Davíð; en hann vildi ekki drekka það og hellti því niður fyrir Drottni,17og mælti: fjærri sé mér, Drottinn! að gjöra slíkt! skyldi eg drekka blóð þeirra manna sem stofnuðu sér í slíkan lífsháska? og hann vildi ekki drekka það. Þetta gjörðu þeir þrír kappar.
18Og Abisai b) bróðir Jóabs Serujasonar, sá hinn sami var höfuðs maður yfir öðrum þremur, og hann veifaði sínu spjóti yfir þrjú hundruð að velli lagða, og hafði mikið nafn meðal þeirra þriggja.19Hann var að sönnu virtur fram yfir þá þrjá—en ekki kom hann til jafns við hina þrjá.
20Og Benaja, sonur Jójadas, sem var sonur duglegs manns, er afreksverk hafði unnið, af Kabsel (Jósb. 15,21). Sá hinn sami felldi tvö guðsljón af Móab; og hinn sami fór til og drap ljón í gryfju í kafaldi.21Sá sami felldi egypskan mann, mann nokkurn sem hafði mikið álit, og í hendi þess egypska var spjót, en hann fór á móti honum með staf, og reif spjótið úr hendi þess egypska og drap hann með hans spjóti.22Þetta gjörði Benaja Jojadassonur, og hann hafði nafn meðal þeirra þriggja kappanna.23Af þeim þrjátíu var hann heiðraður; en ekki var hann jafn þremur þeim fyrstu. Og Davíð gjörði hann að sínu leyndarráði.
24Asahel, bróðir Jóabs, meðal þeirra þrjátíu. Elhanan, sonur Dodo frá Betlehem.25Samma, Haradítinn. Elika Haradíti.26Heles, Paldíti. Ira, sonur Ikes, Tekoítans.27Abíeser, Antotíti. Mebúna Husatíti.28Salmon, Ahohíti. Maherai, Netofatíti;29Heleb sonur Bahena, Netofatíta. Ítaí, sonur Ribais, frá Gíbea í Benjamíns ættkvísl.30Benaja, Píratoníti. Hidai, frá Rahale-Gaas.31Abialbon Arbatíti. Asmavet, Barumíti.32Eljaba, Salboníti. Jasens synir og Jónatan.33Samma, Hararíti. Ahiam, sonur Sarars, Hararíta.34Elifelet, sonur Ahasbai, sonar Maakatis. Eliam, sonur Akitofels, Gílonítans.35Ijgal, sonur Natans, frá Soba, Bani Gadíti.37Selek, Ammoníti, Naharai Berotíti, skjaldsveinn Jóabs, Seruja sonar.38Íra Jetitri.39Úría Hetíti. Allir til samans þrjátíu og sjö.

V. 8. a. 1 Kron. 11,10.11. fl. V. 18. b. Kap. 21,17. V. 20. Guðsljón: máske mikla kappa., ólma sem ljón.