Lofgjörð Drottins.

1Drottinn er konungur, jörðin gleðji sig; þær mörgu eyjarnar fagni.2Ský og dimma eru allt í kringum hann; réttur og réttvísi er festa hans hásætis.3Eldur fer fyrir honum, og tortínir, allt um kring, hans óvinum.4Hans eldingar upplýsa jarðríkið, jörðin sér það og bifast.5Fjöllin bráðna sem vax fyrir Drottins augsýn, fyrir augsýn hans sem drottnar yfir allri jörðunni.6Himnarnir kunngjöra hans réttlæti og allar þjóðir sjá hans dýrð.7Sneypast skulu allir þeir sem dýrka líkneskjur, sem stæra sig af skurðgoðum.8Hann tilbiðja allir guðir, Síon heyrir það og gleðst, Júdeudætur (borgir) gleðjast við þína dóma, Drottinn!9Því þú, Drottinn! ert sá æðsti yfir allri jörðinni; þú ert mjög upphafinn yfir alla Guði.10Hatið hið illa, þér sem elskið Drottin! hann varðveitir sálir sinna heilögu, af hendi óguðlegra mun hann frelsa þá.11Ljós tendrast þeim réttláta og gleði þeim hreinskilnu af hjarta.12Gleðjið yður í Drottni, þér réttlátu! og vegsamið hans heilaga nafn.