Samsons viðureign við ljónið. Brúðkaup, og gáta.

1Og Samson gekk niður til Timna og sá þar kvinnu nokkra af Filisteanna dætrum.2Og sem hann kom til baka, gaf hann þetta föður sínum og móður sinni til kynna, og mælti: eg hefi séð kvinnu í Timna af Filisteanna dætrum; takið hana því handa mér til eiginkonu.3En faðir hans og móðir sögðu til hans: er þá engin kvinna meðal dætra bræðra þinna, og hjá öllu þínu fólki, að þú vilt fara þangað til að taka þér eiginkvinnu, af Filisteum, sem eru óumskornir? Samson svaraði föður sínum: lát mig fá þessa, því hún þóknast mínum augum.4En faðir hans og móðir vissu ekki að þetta var af Drottni, og að hann leitaði tækifæris við Filisteana; því að Filistear drottnuðu í þann tíma yfir Ísrael.5Þá gekk Samson og faðir hans og móðir hans (niður) til Timna, og sem þau komu að Timnats víngörðum, sjá! þá kom ungt ljón öskrandi á móti honum.6Og Guðs Andi kom yfir hann, svo hann sundursleit það, eins og þá maður sundurslítur hafurkið, og hafði þó alls ekkert í hendi sér; og eigi sagði hann föður sínum né móður sinni frá því, hvað hann hafði aðhafst.7En sem hann kom ofan, talaði hann við kvinnuna, og hún þóknaðist Samsons augum.8Og að nokkrum dögum liðnum, kom hann aftur til að giftast henni. Og hann gekk af veginum til að sjá ljónshræið, og sjá! þá var býflugnabú í ljónshræinu og hunang.9Og hann tók það sér í hendur, hélt svo áfram og át (þar af), fór til föður síns og móður sinnar og gaf þeim þar af, svo þau átu líka, en hann sagði þeim (þó) ekki frá, að hann hefði tekið hunangið af ljónshræinu.10Og sem faðir hans kom niður til kvinnunnar, þá gjörði Samson þar veislu, því sá var háttur ungra manna.11Og sem þeir sáu hann, gáfu þeir honum þrjátíu lagsbræður, sem hjá honum skyldu vera.12En Samson sagði til þeirra: eg vil bera upp fyrir yður gátu eina, og verði svo, að þér getið ráðið hana á þessum sjö veisludögum, þá skal eg gefa yður þrjátíu skyrtur og þrjátíu hátíðarklæði.13En ef þér getið ekki ráðið hana, þá skuluð þér gefa mér þrjátíu skyrtur og þrjátíu hátíðarklæði. Þeir svöruðu honum: ber þú upp gátu þína, og lát oss heyra hana.14Og hann sagði til þeirra: „matur gekk út af etanda, og sætleiki út af þeim sterka“. Og þeir gátu ekki ráiðið þessa gátu í þrjá daga.15En á sjöunda degi sögðu þeir við kvinnu Samsons: lokka þú bónda þinn til að segja oss gátu þessa, ella skulum vér brenna þig og þíns föðurs hús í björtu báli; hafið þið gjört oss heimboð til að féfletta oss? er ekki svo?16Þá grét Samsons kvinna fyrir honum og sagði: þú hatar mig, en elskar ekki, þar þú hefir borið gátu upp fyrir börnum míns fólks og ekki sagt mér ráðningu hennar; hann svaraði henni: sjá! eg hefi ekki sagt föður mínum né móður minni hana, og hví skyldi eg þá segja þér hana?17Og hún grét fyrir honum þá sjö daga, sem veislan stóð yfir, og á þeim sjöunda degi sagði hann henni ráðninguna, því hún gekk svo fast á hann; og síðan sagði hún börnum síns fólks hana.18Þá sögðu bæjarmenn til hans á sjöunda degi áður en sól settist: hvað er sætara en hunang? og hvað er sterkara en ljón? Þá sagði Samson til þeirra: ef þér hefðuð ekki erjað með minni kvígu, munduð þér ei hafa ráðið mína gátu.19Þá kom Andi Drottins yfir hann, svo hann fór ofan til Askon og drap þrjátíu menn af þeim, tók þeirra klæði, og gaf þeim til hátíðaklæðnaðar, sem ráðið höfðu gátu hans, og hann varð ákaflega reiður, og fór upp til síns föðurs húss.20En Samsons kvinna var gift einum hans stallbræðra, sem verið höfðu hjá honum.

V. 2. 1 Mós. 34,4. V. 3. 2 Mós. 34,16. V. 4. Dóm. 13,1. V. 6. Dóm. 6,34. 15,14. V. 7. v. 3. V. 12. 1 Mós. 45,22. V. 13. Hátíðaklæði: eftir textanum: klæði til umskipta. V. 14. Sterka: getur og svo útlagst: grimma, sem ei á síður við. V. 15. Dóm. 16,5. 12,1. V. 17. Dóm. 16,16.17. V. 18. Dóm. 13,25. V. 20. Dóm. 15,2.