Drottinn heimsins og Ísraels Guð.

1Verið glaðir, þér réttlátu í Drottni, þeim hreinskilnu sæmir að syngja lofsöng.2Vegsamið Drottin með hörpum, og spilið fyrir honum á tíu strengja hljóðfæri,3syngið honum nýjan óð, sláið á strengina með fagnaðarhljóm.4Því satt er Drottins orð, og allt hans verk trúfast.5Hann elskar réttinn og réttvísi, jörðin, hún er full af hans náð.6Himinninn er fyrir orð Drottins gjörður, og fyrir anda hans munns allur himinsins her.7Hann heldur saman vatninu í sjónum eins og hrúgu, og geymir öldurnar í forðabúri.8Öll jörðin óttist Drottin, allir heimsins innbúar hræðist hann,9því hann talaði og það skeði, hann bauð svo stóð það þar.10Drottinn ónýtir ráðagjörðir þjóðanna, hann truflar hugsanir lýðsins.11Drottins ráð stendur stöðugt eilíflega, hans hjartans hugsanir frá kyni til kyns.12Sæl er sú þjóð, hvörrar Guð Drottinn er, það fólk sem hann hefir útvalið sér til arfleifðar.13Drottinn lítur niður frá himni, og hann sér öll mannanna börn,14frá sæti síns bústaðar lítur hann niður til allra sem á jörðunni búa.15Hann er sá sem lagar allra þeirra hjörtu, hann gáir að allra þeirra verkum.16Konunginn stoðar ekki maktarinnar stærð, og hetjuna frelsar ekki kraftanna mikilleiki.17Brugðist getur að hesturinn bjargi, hann getur ekki hjálpað með sínum miklu kröftum.18Sjá þú! augu Drottins líta til þeirra sem hann óttast, til þeirra sem vona til hans miskunnar,19að hann frelsi þeirra sálir frá dauðanum, og viðhaldi þeirra lífi í hallærinu?20Sála vor bíður Drottins, hann er vor hjálp og skjöldur.21Já, í honum gleðjast vor hjörtu, því vér reiðum oss á hans heilaga nafn.22Þín miskunn sé yfir oss, Drottinn! eftir því sem vér vonum á þig.