Brennifórnaraltarið. Forgarðurinn. Reikningur yfir gull, silfur og eir, sem gekk til smíðisins.

1Hann gjörði og brennifórnaraltarið af belgþornsviði; það var 5 álna langt, og 5 álna breitt, jafnt á fjóra vegu, og þriggja álna hátt.2Hann gjörði horn á altarinu upp af fjórum hyrningum þess, þau horn voru samgjör við altarið; hann eirbjó þetta altari.3Hann gjörði öll verkfæri, sem altarinu fylgdu, öskutrogin, eldspaðana, fórnarskálirnar, soðkrókana, og glóðarkerin; öll áhöld þess bjó hann til af eiri.4Því næst gjörði hann um altarið grind af eiri, eins og riðið er net, fyrir neðan altarið undir niðri og allt upp til þess miðs.5Hann steypti fjóra hringa, og setti þá í fjögur horn eirgrindarinnar, til að smeygja ásunum í þá;6en ásana gjörði hann af belgþornsviði, og eirbjó þá;7hann smeygði ásunum í hringana, sem voru á hliðvegum altarisins, svo bera mætti altarið á ásunum; en altarið sjálft gjörði hann af þiljum, svo það var holt innan.
8Því næst gjörði hann eirkerið, og bjó til undir það stétt úr eirinu af speglum kvenna þeirra, sem komu flokkum saman að samkundubúðardyrunum.
9Hann gjörði og forgarðinn; á suðurhliðinni voru langtjöld forgarðsins af hvítri viðarull tvinnaðri, hundrað álna;10þar til voru 20 stoðir og 20 eirpallar, en krókarnir á stoðunum og syllurnar yfir þeim voru af silfri.11Á norðurhliðinni voru og tíræð langtjöld með 20 stoðum á 20 eirpöllum, en krókarnir á stoðunum og syllurnar yfir þeim af silfri.12Vestanmegin voru tjöldin fimmtygir álna, með 10 stoðum og 10 pöllum, en krókarnir á stoðunum og syllurnar yfir þeim af silfri.13Á austurhliðinni mót sólaruppkomustað var 50 álna;14þar var annars vegar 15 álna langt tjald með þremur stoðum og þremur pöllum,15og hins vegar öðrumegin forgarðs dyranna var sömuleiðis 15 álna tjald með þremur súlum og þremur pöllum.16Öll langtjöld umhverfis um forgarðinn voru úr hvítri viðarull tvinnaðri,17pallarnir undir stoðunum af eiri, krókarnir á súlunum og syllurnar yfir þeim af silfri, súlnahöfuðin silfurbúin; yfir öllum súlum forgarðsins voru silfursyllur.18Fyrir innganginum til forgarðsins var glitofið tjald úr dökkblárri ull, purpura, skarlati og hvítri viðarull tvinnaðri, það var 20 álna á lengd, en 5 álna á hæð eftir dúkbreiddinni, eins og langtjöld forgarðsins voru;19þar til heyrðu fjórar stoðir og fjórir eirpallar, krókarnir á súlunum voru af silfri, súlnahöfuðin silfurbúin, og syllurnar yfir þeim af silfri.20Allir naglar, sem til tjaldbúðarinnar og forgarðsins voru hafðir, voru af eiri.
21Þessi er reikningur yfir tjaldbúðina, þ. e. lögmálsbúðina, samin eftir fyrirsögn Mósis með tilhjálp Levítanna af Ítamar, syni Arons kennimanns.22Besalel Úríson Húrssonar, af Júda ættkvísl, hafði gjört allt það, sem Drottinn hafði boðið Móses.23Til aðstoðar honum var settur Oholíab Akísamaksson af Dans ættkvísl, hann var hagur á steingröft, myndavefnað og glitvefnað í dökkbláum dúkum, purpura, skarlati og hvítum viðullardúkum.24Allt það gull, sem haft var til að gjöra af allan búnað helgidómsins, og sem greitt var í veifunarfórn, var 29 vættir og 730 siklar, eftir helgidóms vog.25Það silfur, sem alþýðan lagði til, þá manntalið var tekið, var 100 vættir og 1775 siklar, eftir helgidóms vog;26því beka, eður hálfur sikill eftir helgidómsvog, var goldinn fyrir hvörn þann, sem í manntali varð, frá tvítugu og þar yfir, og það voru 603550 manns.27Þær 100 vættir silfurs voru hafðar til að steypa úr pallana til helgidómsins og pallana til fortjaldsins, það voru 100 pallar af 100 vættum, ein vætt á hvörn pall.28Af þeim 1775 siklum gjörði hann súlnakrókana, og silfurbjó súlnahöfuðin, og gjörði syllurnar ofan á þeim.29Eirið, sem gefið var í veifunarfórn, var 70 vættir og 2400 siklar;30þar af gjörði hann pallana til samkundubúðardyranna, eiraltarið, eirgrindina, sem því fylgdi, og öll áhöld altarisins,31pallana til forgarðsins allt í kring, pallana til forgarðshliðanna, alla nagla til tjaldbúðarinnar, og allan saum til forgarðsins allt um kring.