Sama efni.

1En sem eg var afturkominn í mitt hús, og Anna kona mín og Tobías sonur minn voru mér aftur gefin, þá var mér tilreidd dýr veisla, á hvítasunnuhátíðinni, sem er 7 vikna hátíðin, og eg lagðist niður að eta.2Og sem eg sá þar mikinn mat, sagði eg við son minn: far og kom með hvörn þurfandi, sem þú getur nokkurs staðar fundið, af mínum bræðrum, er muna til Drottins; og sjá, eg bíð þín.3Og hann kom til baka og mælti: faðir, einn af vorri ætt liggur kyrktur á torginu.4Þá stökk eg upp, áður en eg hafði nokkuð smakkað, og flutti hann í hús, þangað til sól var runnin undir.5Svo kom eg aftur og þvoði mér og át mitt brauð með sorg.6Og eg minntist á spádóm Amos, hvörsu hann kemst að orði: yðar hátíðir skulu snúast í sorg og yðar glaðværð í harmakvein, (Am. 8,10) og eg grét.7En sem sól var gengin undir, fór eg og tók gröf og jarðaði hann.8Og nábúar (náungar) mínir hlógu að mér og sögðu: hann er ekki lengur hræddur um að hann verði fyrir þetta drepinn; hann hlaut þó að verða landflótta, og sjá, aftur jarðar hann þá dauðu!
9En sem eg þá sömu nótt kom aftur frá greftruninni, lagði eg mig að sofa, af því eg var óhreinn, við vegginn í fordyrinu, og hafði eg þá ekkert yfir andlitinu.10Og eg vissi ekki að tittlingar voru í veggnum, og í því mín augu stóðu opin, dritu tittlingarnir heitu (driti) í mín augu, og hvítir flekkir komu á mín augu. Og eg gekk til læknara, en þeir hjálpuðu mér ekki.
En Akiarkus veitti mér atvinnu, þangað til eg fór til Elymais.11Og kona mín Anna vann kvenfólksvinnu til launa, og sendi herrunum,12og þeir gáfu henni laun fyrir, og bættu við geithafur.13En er hann kom til mín, fór hann að jarma; og eg sagði við hana: hvaðan er kiðið? það er þó ekki stolið? færið herranum það aftur! því ekki er leyfilegt að eta stolið.14En hún svaraði: mér er það gefið fram yfir launin. Og eg trúði henni ekki, og sagði, að hún skyldi færa herrunum það aftur, og eg varð rjóður af sneypu hennar vegna. En hún svaraði mér og sagði: hvar eru þínar góðgjörðir og góðverk? sjá, allt er opinbert sem þú býr yfir.