(Sbr. Sálm. 57,8–12. 60,7–14).

1Lofsálmur Davíðs.2Reiðubúið er mitt hjarta, ó Guð! eg vil syngja og fagna, og mín sál vill líka gleðjast.3Vakna upp mitt hljóðfæri og harpa, eg vil vakna með morgunroðanum.4Þig vil eg vegsama, Drottinn! meðal fólksins, eg vil syngja þér lof meðal þjóðanna.5Því þín miskunnsemi nær til himins og þín trúfesti til skýjanna.6Upplyft þér, ó Guð! yfir himnana, og þinni dýrð yfir alla jörðina.7Svo þínir elskulegu verði fríaðir; hjálpa þú með þinni hægri hendi og bænheyr oss.
8Guð talaði í sínum helgidómi, þar fyrir gleð eg mig, eg vil skipta Sikem og mæla dalinn Súkot.9Gíleað tilheyrir mér og Manasse; Efraim er hlífð míns höfuðs. Júda er minn löggjafi,10Móab er mitt þvottaker, í Edom kasta eg mínum skóm. Yfir Filisteum vil eg hlakka.11Hvör mun flytja mig í þann rambyggilega stað? Hvör mun leiða mig til Edom?12Viltu ekki, ó Guð! sem útskúfaðir oss, og fórst ekki út með vorum her?13Veittu oss hjálp í neyðinni, því ónýt er hjálp mannanna!14Með Guðs (hjálp) skulum vér vinna sigur, (hreystiverk), og hann mun niðurtroða vora óvini.