Jesús læknar; kallar Matteus; tekur lærisveinana í forsvar.

1Nokkrum dögum síðar kom hann aftur inn í borgina Kapernaum; og strax er sú fregn kom, að hann væri í húsi sínu,2safnaðist þangað svo mikill fjöldi fólks, að það komst hvörgi fyrir, og jafnvel ekki í anddyrinu, en hann flutti þeim sína kenningu;3þá komu til hans menn nokkrir með visinn mann, sem var borinn af fjórum;4nú er þeir gátu ekki komist á hans fund fyrir mannþrönginni, rifu þeir gat á þakið uppi yfir honum, og létu sængina síga þar niður, hvar í sá visni lá.5Nú er Jesús sá þeirra trúnaðartraust, sagði hann til þess visna: sonur! syndir þínar eru þér fyrirgefnar.6En þar sátu nokkrir af þeim skriftlærðu, og hugsuðu með sér:7því talar maður þessi slíkar guðlastanir? hvör kann að fyrirgefa syndirnar nema Guð einn?8Strax fann Jesús í anda, að þeir hugsuðu þetta og sagði við þá: því hugsið þér slíkt í yðrum hjörtum?9hvört er auðveldara að segja þeim visna: syndir þínar eru þér fyrirgefnar, eða segja: stattú upp, tak sæng þína og gakk;10en til þess að þér vitið, að Mannsins Sonur hefir vald til að fyrirgefa syndir á jörðu, sagði hann þeim visna:11þá segi eg þér! stattú upp og tæk sæng þína og far til húss þíns;12en hann stóð strax upp, tók sængina og gekk út, svo allir sáu. Þá undruðust allir og vegsömuðu Guð, og játuðu: að þeir aldrei hefðu slíkt séð.
13Þar eftir gekk hann aftur út til sjávarins, og allt fólkið kom til hans, og hann kenndi þeim.14Og er hann gekk framhjá, sá hann mann, er Leví hét Alfeusson, sitjanda í tollbúð sinni, og sagði við hann: fylgdu mér! hann stóð upp og fylgdi honum.15En svo bar til, er Jesús var að mat í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir mötuðust þar ásamt Jesú og lærisveinum hans; því margir af þeim vóru í fylgd með honum;16en er þeir skriftlærðu og farísearnir sáu hann matast ásamt tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þeir við lærisveina hans: hvað kemur til, að hann etur og drekkur með tollheimtumönnum og bersyndugum?17Þegar Jesús heyrði þetta, mælti hann: ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru. Eg er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur synduga til lifnaðarbóta.—18Lærisveinar Jóhannesar og faríseanna voru vanir að fasta (oftlega); þeir komu til Jesú og tóku svo til orða: því fasta lærisveinar Jóhannesar og faríseanna, en þínir lærisveinar fasta ekki?19Jesús svaraði þeim: hvört kunna brúðmennirnir að fasta, á meðan brúðguminn er með þeim? svo lengi sem þeir hafa brúðgumann með sér, ber þeim ekki að fasta;20en sá tími mun koma, að brúðguminn verður frá þeim tekinn, og þá munu þeir fasta.21Enginn plagar að leggja óþæfða bót á gamalt fat: því annars rífur hin óþæfða bót hið gamla fatið, og verða þá spjöllin verri;22ekki heldur eru menn vanir að koma nýju víni á forna belgi, að öðrum kosti sprengir hið nýja vínið belgina og spillist, en belgirnir ónýtast; heldur á að láta nýtt vín á nýja belgi.
23Svo bar við, að Jesús gekk yfir sáðlönd nokkur á hvíldardegi; þá tóku lærisveinar hans að tína öx nokkur á leiðinni.24Farísearnir sögðu þá við hann: því gjöra lærisveinar þínir það, sem ekki sæmir á hvíldardegi?25Hann svaraði: hafði þér aldrei lesið, hvað Davíð gjörði, þegar hann var matþurfi og förunautar hans,26að hann gekk inn í Guðs hús, að ásjáanda hinum æðsta presti Abíatar, og neytti brauðanna helgu, sem enginn mátti eta nema prestarnir, og gaf þau einnig sínum fylgdarmönnum,27og enn mælti hann við þá: hvíldardagurinn er orðinn til mannsins vegna, en maðurinn ekki vegna hvíldardagsins;28Þess vegna er Mannsins Sonur og svo Herra hvíldardagsins.

V. 1–12, sbr. Matt. 9,1–9. Lúk. 5,18–20. V. 7. Es. 43,25. V. 13–22. sbr. Matt. 9,9–17. Lúk. 5,27–39. V. 14. Framhjá, nl. tollbúðinni. V. 18. sbr. Lúk. 18,12. V. 23–28. sbr. Matt. 12,1–8. Lúk. 6,1–5. V. 26. 1 Sam. 21,6.