Sýrus leyfir Ísraelítunum að snúa aftur til föðurlands þeirra og að byggja þar musterið. Lætur skila aftur musterisins kjörgripum.

1Á enu fyrsta stjórnarári Sýrusar Persakóngs, svo að uppfylltist orð Guðs fyrir munn Jeremíasar, þá uppvakti Drottinn anda Sýrusar Persakonungs, svo að hann lét útganga boðskap um allt ríki sitt og líka með bréfum kunngjöra:2Svo segir Sýrus Persakonungur: öll jarðarinnar ríki hefir Drottinn himnanna Guð gefið mér og skipað mér að byggja sér musteri í Jerúsalem, sem er í Júdeu.3Hvör sá á meðal yðar er af öllu hans fólki, með honum mun Guð vera, hann fari upp til Jerúsalem, sem liggur í Gyðingalandi og byggi þar Drottni Ísraels Guði, hús! hann er sá Guð sem er í Jerúsalem.4En sérhvör sá sem eftir verður, hvör og einn í þeim stað hvar hann er útlendur, fái honum silfur, gull, fjármuni og kvikfénað, og aðrar fríviljugar gáfur handa húsi Guðs sem er í Jerúsalem.5Nú risu upp enir helstu af ættfeðrum Júdeu og Benjamíns og prestarnir og Levítarnir og allir hvörra anda Drottinn hafði uppvakið, svo þeir færu og byggðu hús þeim Guði, sem er í Jerúsalem.6En nágrannar þeirra hjálpuðu þeim um áhöld úr silfri, um gull, fjármuni, kvikfénað og kjörgripi, auk alls annars, er þeir fríviljuglega gáfu.7Kóngurinn Sýrus lét ogsvo af hendi þau áhöld er tilheyrðu Guðs húsi sem Nebúkadnesar hafði flutt frá Jerúsalem og sett í síns Guðs musteri.8Sýrus Persakóngur fékk þau í hendur Mitredans, sem var gjaldkeri, og hann taldi þau út í hendur Sóróbabels höfðingja Júda ættkvíslar.9En þeirra tala var þessi: fórnarskálar úr gulli þrjátíu, þúsund fórnarskálar úr silfri, tuttugu og níu fórnar knífar.10Þrjátíu könnur úr gulli, silfurkönnur minniháttar fjögur hundruð og tíu, önnur ker þúsund,11öll kerin af gulli og silfri, fimm þúsund og fjögur hundruð; allt þetta flutti Soróbabel ásamt með þeim er uppeftir fóru úr útlegðinni frá Babylon til Jerúsalem.