Hólofernes finnst mikið um vitsmuni og fríðleik konunnar.

1Og Hólofernes sagði við hana: vertu óhrædd, kona, óttast ekki í þínu hjarta! því hingað til hefi eg engum manni mein gjört, sem vildi þjóna Nebúkadnesar, herra allrar jarðarinnar.2Og hvað nú þitt fólk áhrærir, sem býr á fjallinu, hefði það ei fyrirlitið mig, svo mundi eg ei hafa lyft spjóti á móti því, þeir geta kennt sjálfum sér um.3Og segðu mér nú hvörs vegna þú ert frá þeim hlaupin og til vor komin? Því þú ert komin (þér) til heilla. Vertu með góðu geði, þú skalt lifa þessa nótt og lengur.4Því enginn maður mun gjöra þér nokkuð til meins, heldur munu menn gjöra þér vel til, eins og þjónum míns herra, kóngs Nebúkadnesar, er gjört.5Og Júdit sagði við hann: meðtak náðarsamlega orð þinnar ambáttar og leyf þinni þernu við þig að tala, og eg mun enga lygi kunngjöra mínum herra á þessari nóttu.6Og ef þú hlýðnast orðum þinnar ambáttar, mun Guð með þér fullgjöra verkið, og það mun ei bregðast, að minn herra komi fram sinni ætlan.7Því svo sannarlega sem Nebúkadnesar lifir, konungur allrar jarðarinnar, og hans veldi lifir, sem sendi þig til að koma öllu, sem lifir, í orðu; því þú gjörir ei aðeins honum menn undirgefna, heldur og munu dýr merkurinnar, fénaðurinn og fuglar himinsins fyrir þitt veldi lifa (undir) Nebúkadnesar og öllu hans húsi.8Því vér höfum spurn af þinni visku og hyggindum þíns anda, og allri jörðunni er það kunnugt, að þú einn ert framúrskarandi í öllu ríkinu, og voldugur í þekkingu og aðdáanlegur í herstjórn.9Og hvað nú það tal áhrærir, sem Akior flutti á þinni ráðsamkomu, svo höfum vér heyrt hans orð; því Betylúumenn hafa látið hann lifa, og hann hefir sagt þeim, það sem hann talaði hjá þér.10Þess vegna hússbóndi og herra! forsmá ekki hans tal, heldur legg það upp á hjartað; því það er satt. Því vor þjóð verður ekki ströffuð, ekkert megnar sverðið móti henni, þegar þeir ekki syndga móti sínum Guði.11Svo að minn herra sleppi nú ekki voninni og verkinu, þá er nú dauðinn kominn yfir þá, og syndin hefir gripið þá, með hvörri þeir munu egna sinn Guð til reiði, undir eins og þeir aðhafast ranglæti.12Þar eð nefnilega matvæli þeirra voru þrotin, og allt vatn vantaði, ályktuðu þeir að leggja hönd á sinn fénað, og ætla sér nú að eta allt, sem Guð hefir í þeirra lögum bannað þeim að eta.13Og þeir hafa líka ályktað að eta frumgróða kornsins, og tíundir vínsins og viðsmjörsins, sem þeir hafa geymt og helgað handa prestunum, sem standa fyrir augliti vors Guðs í Jerúsalem, og þetta má jafnvel enginn af voru fólki snerta með höndunum.14Og þeir hafa sent til Jerúsalem—því einnegin þeir, sem þar búa, hafa gjört hið sama—til að sækja sér leyfi til ráðsins.15Og það mun ske, er þeim verður það kunngjört, og þeir gjöra það, að þeir verða ofurgefnir til tortíningar á þeim sama degi.16Þess vegna er eg þín ambátt, sem vissi allt þetta, frá þeim flúin; og Guð hefir sent mig til að framkvæma með þér þá hluti, sem öllum mönnum munu ofbjóða, hvör sem þá spyr.17Því þín ambátt er guðhrædd, og þjónar dag og nátt himinsins Guði; og nú vil eg hjá þér vera, minn herra, og þín ambátt mun á nóttunni ganga út í dalinn, og eg mun biðja Guð; og hann mun segja mér, nær þeir hafa syndina drýgt.18Og þá mun eg koma og láta þig vita: þá leggur þú af stað með allan þinn her, og enginn af þeim mun veita þér fyrirstöðu.19Og eg mun leiða þig mitt um Júdaland, þangað til þú ert komin gagnvart Jerúsalem, og þar vil eg reisa þitt hásæti, og þú munt reka þá þaðan sem sauði, sem engan hirðir hafa, og enginn hundur skal gelta að þér með tungunni. Því þetta er mér opinberað og kunngjört, og eg er send, til að láta þig vita þetta.
20Og hennar tal geðjaðist Hólofernes, og öllum hans þénurum, og öllum hans þernum, og dáðust að hennar vísdómi og sögðu:21þvílík kona er ekki til frá einum enda jarðarinnar til annars, svo fríð og svo skynsöm í tali.22Og Hólofernes sagði við hana: Guð hefir gjört vel að senda þig á undan fólkinu, svo sigurinn komi í vora hönd, en eyðilegging yfir þá sem hafa forsmáð minn herra.23Og sannarlega ert þú fögur álits, og ypparleg í þínu tali! Já, ef þú gjörir eins og þú hefir talað, svo skal þinn Guð vera minn Guð, og þú skalt búa í húsi Nebúkadnesars konungs og verða nafnfræg í öllum heimi.