(Sbr. Est. 5 kapít. 1–2 v).

3Og það skeði á þriðja degi þá hún hætti að biðjast fyrir, að hún afklæddist guðsdýrkunarbúningnum a) og fór í sitt skart.4Og sem hún var orðin skrautbúin, ákallaði hún þann alvalda b) Guð og frelsara, og tók báðar herbergismeyjarnar með sér, og studdi sig við aðra eins og sælkeri, en hin gekk á eftir og hélt upp faldi hennar klæða.5Hún var rjóð sem í blóma sinnar fegurðar, og hennar andlit var glaðlegt sem til ástar lokkandi; en henni var þungt fyrir hjarta af hræðslu.6Og þá hún var inngengin um allar dyrnar, nam hún staðar frammi fyrir konunginum; en hann sat á sínum konunglega hástól, í öllum klæðnaði viðhafnar sinnar, sem var alþakin gulli og gimsteinum. Og hann var mjög óttalegur.7Og hann hóf upp sitt andlit, tindrandi af hátign, og leit reiðuglega til hennar. Þá leið drottningin niður, og skipti litum, í öngvit, og hallaði sér að höfði herbergjameyjarinnar, sem undan gekk.8Þá sneri Guð sinni kóngsins til gæsku, og áhyggjufullur stökk hann úr hásætinu, og tók hana sér í faðm, þangað til hún raknaði við; og síðan hressti hann hana upp með vinsamlegum orðum og mælti til hennar: hvað er (þetta), Ester? Eg er bróðir þinn, vertu með góðu geði, þú skalt ei deyja; því það er (aðeins) almennilegt forboð vort;9kom þú (nær)!10Og hann tók gullsprotann og lagði á hennar háls, og kyssti hana, og mælti: tala þú við mig!11Og hún sagði: Herra, þú komst mér fyrir sjónir sem Guðs engill og mitt hjarta skelkaðist af ótta fyrir þinni hátign,12því þú ert furðanlegur herra, og þitt andlit (fullt af yndislegleika) yndisamlegt.13Og sem hún talaði, leið hún aftur í öngvit.14Og konungi varð bilt við, og allir hans þjónar leituðust við að hressa hana.

V. 3. a. Þeim sorgarbúningi sem hún klæddist meðan hún var að biðja. V. 4. b. Eiginl: sem lítur yfir alla.