Nadab og Abíhú fyrirfarast af eldi frá Drottni.

1En synir Arons, Nadab og Abíhú, tóku hvör sitt glóðarker og létu þar í eld og þar ofan á reykelsi. Þeir báru fyrir Drottin annarlegan eld, þvert á móti því, sem Drottinn hafði þeim boðið.2En þá útfór eldur frá augliti Drottins og eyddi þeim, svo þeir dóu fyrir augliti Drottins.3Þá segir Móses til Arons, þetta hefir Drottinn talað: eg vil haldinn vera heilagur af þeim sem nálægja sig til mín. En Aron mælti ekki orð frá munni.4Móses kallaði þá á Mikael og Elsason, syni Ússíels föðurbróður Arons, og sagði til þeirra: komið og berið burt úr helgidóminum frændur ykkar út fyrir herbúðirnar.5Þeir komu og báru þá burt, íklædda þeirra serkjum, út fyrir herbúðirnar.6Síðan segir Móses til Arons og sona hans Eleasar og Íthamar: þér skuluð ekki hafa bert höfuð yðar eður rífa í sundur klæði yðar, svo að þér ekki deyið, og Drottinn reiðist ekki öllum söfnuðinum, en bræður yðar, allur Ísraelslýður, má gráta yfir þeim eldi sem Drottinn hefir kveikt.7Ekki skuluð þér fara út fyrir dyr samkundutjaldbúðarinnar til þess þér ekki deyið, þar eð smurningarviðsmjör Drottins er á yðar höfðum. Þeir hlýddu boðum Móses.8En til Arons talaði hann þessum orðum:9Þú skalt hvörki né synir þínir drekka vín né áfengan drykk, þegar þér gangið inn í samkundutjaldbúðina, svo að þér ekki deyið. Þetta er óraskanlegt lögmál fyrir yðar ætt;10svo að þér gjörið greinarmun á því sem er heilagt og vanheilagt, því sem er hreint og óhreint,11og getið frætt Ísraelsbörn um öll þau lög er Drottinn hefir þeim sett fyrir meðalgöngu Móses.
12Þar á eftir segir Móses til Arons og til Eleasar og Ítamars, sona hans, sem eftir vóru: takið þá matfórn sem eftir er af eldfórn Drottins og etið hana án súrdeigs hjá altarinu, því hún er háheilög,13þér skuluð eta hana á helgum stað, því þetta er skerfur þinn og sona þinna af eldfórnum Drottins. Svo er mér boðið.14En veifingarbringuna og upplyftingarbóginn skuluð þér eta á hreinum stað, þú og synir þínir og dætur með þér, því það er skerfur gefinn þér og niðjum þínum af þakklætisfórnum Ísraelsbarna.15Upplyftingarbóginn og veifingarbringuna skuluð þér ásamt feiti eldfórnarinnar frambera svo því sé veifað sem veifingarfórn fyrir augliti Drottins, en þar á eftir skal það tilheyra þér og sonum þínum með þér, og vera yðar ævinlegur skerfur; eins og Drottinn hefir boðið.
16En sem Móses hafði vandlega leitað að syndafórnarhafrinum, var hann uppbrenndur, þá reiddist hann Eleasar og Íthamar, sonum Arons sem eftir voru, og sagði til þeirra:17Hvar fyrir átuð þér ekki syndafórnina á helgum stað? hún er háheilög, og Drottinn hefir gefið yður hana til þess þér skulið burttaka safnaðarins misgjörð og gjöra forlíkum fyrir hann fyrir Drottni.18Sjá! blóð þessarar fórnar er ekki komið inn í helgidóminn; þér áttuð þó að borða hana í helgidóminum, eins og eg bauð yður.19Aron svarar: sjá! í dag hafa menn framborið sínar syndafórnir og brennifórnir fyrir auglit Drottins, en mig hefir slíkt hent. Hefði eg nú í dag etið syndafórnina, mundi Drottni hafa þóknast það?20Þegar Móses heyrði þetta, lét hann sér það lynda.

V. 6. Að þrífa af sér höfuðfatið og rífa rifu ofan í kyrtil sinn var sorgarmerki hjá Gyðingum. Eftir kap. 21,10.12. máttu prestar—að minnsta kosti ekki æðsti presturinn—nein þvílík sorgarmerki sýna, svo sem Guði helgaðir menn. V. 14. á hreinum stað, þ. e. sem ekki var óhreinn orðinn t.d. af líki eða öðru sem gjörði óhreinan (sjá kap. 11,10. ff), mátti því borðast í heimahúsum prestanna, þurfti ekki að borðast á helgum stað, þ. e. innan musterisins vébanda. V. 19. Aron, sem var innvortis syrgjandi, þó hann útvortis mætti ekki sýna það, afsakaði sig með sonamissirnum, að hann ekki hefði getað haft allan hugann á sínum embættisverkum, og Móses tók þá afsökun gilda.